Gríðarleg aukning í þjónustu Stígamóta

Í dag kom út ársskýrsla Stígamóta þar sem fram kemur að frá stofnun samtakanna fyrir 33 árum síðan hafi 10.636 einstaklingar leitað aðstoðar hjá þeim. Þá telja samtökin að ofbeldismenn á sama tímabili séu mögulega um 15.000 manns.

Á síðasta ári árið 2022 sóttu tæplega þúsund manns einstaklingsviðtöl og þar af voru um 400 að leita þangað í fyrsta skipti. Samtökin segja aukningu í kjölfar ýmissa samfélagsbyltinga seinni ár gríðarlega en umærðan sjálf hefur einnig aukist. Í dag sé staðan sú að bið sé eftir viðtali en þrátt fyrir töluverða aukningu starfsmanna síðustu árin eru ennþá biðlistar.

Í skýrslunni segir að flestir leiti til Stígamóta vegna afleiðinga nauðgunar eða nauðgunartilrauna, kynferðisofbeldis gegn barni eða kynferðislegrar áreitni. Undanfari ár hefur orðið algengara að fólk leiti þangað vegna stafrænna kynferðisbrota.

Unga fólkið
Þá er unga fólkið áberandi í skýrslunni en meira en helmingur þeirra sem leita aðstoðar eru undir 18 ára aldri. Á síðasta ári voru nokkrir hópar starfandi innan samtakanna, bæði fyrir konur og karla en einnig sérstaklega fyrir ungar konur. Því má gera ráð fyrir því að átakið Sjúkást sem Stígamót stóðu fyrir á síðasta ári í samstarfi við stjórnvöld til að fræða unga fólkið hafi borið árangur.

Vændi á Íslandi
Í ársskýrslunni er einnig fjallað um vændi á íslandi en þykir samtökunum hafa verið bakslag í þeim málum síðustu misserin. Stígamót héldu á haustmánuðum síðasta árs málþing um vændi þar sem kynntar voru tvær rannsóknir sem sýndu fram á skaðsemi vændis á Íslandi. „Borinn var saman hópur kvenna sem voru brotaþolar vændis við aðra hópa kvenna sem ýmist höfðu upplifað sifjaspell, nauðgun eða bæði Niðurstöðurnar sýna glögglega hvernig vændi er bæði neyðarrá kvenna sem eru í erfiðri félagslegri stöðu og hve alvarlegar og djúpstæðar afleiðingar vændis eru á líkamlega og andlega líðan brotaþola í kjölfarið”.

Þjónustan
Í ársskýrslunni er þó einnig tekið fram að frá upphafi hafa Stígamót lagt kapp á að þróa starfsemina á þann veg að ólíkir hópar brotaþola upplifi sig velkomna, hvort heldur konur eða karlar, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk af erlendum uppruna. Þá hafi þau boðið upp á ráðgjöf á ýmsum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við ýmis sveitarfélög og haldið úti ráðgjöf fyrir aðstandendur sem og námskeið fyrir karla sem vilja taka þátt í baráttunni. Öll ráðgjafarþjónusta Stígamóta er ókeypis og á að vera á allra færi að sækja hana, óháð efnahag.

Þá minna samtökin á að afleiðingar ofbeldis eru alvarlegar og eru kvíði, skömm, depurð og léleg sjálfsmynd meðal þeirra. Einnig er hætt við að brotaþolar leiti í sjálfskaðandi hegðun eftir að verða fyrir ofbeldi, svo sem áfengi, vímuefni, átröskun eða sálfskaðandi kynlíf.

Fæstir ofbeldismannanna eru ókunnugir brotaþolum og þykir algengast að þeir séu meðal vina og kunningja, jafnvel makar eða aðrir innan fjölskyldna, flestir á aldinum 18-30 ára.

Hægt er að skoða skýrsluna hér:

https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/07/arsskyrsla2022.pdf

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí