Hamas svarar árásum ísraelshers

Maður á mótorhjóli er sagður hafa ollið dauða sex manns í Tel Aviv í dag í árekstri sem hann olli í kjölfar stunguárásar. Hamas hefur lýst sig ábyrga.

Á mánudaginn réðust yfir þúsund ísraelskir hermenn inn í flóttamannabúðirnar í Jenín þar sem um 24.000 Palestínumenn hafast við  eftir að hafa verið flæmdir af heimili sínum og jörðum á síðustu árum. Innrás Ísraelsmanna var gerð með stuðningi árásavéla úr lofti og létust átta í það minnsta og tugir særðust.

Tíu Palestínumenn hafa látið  lífið og einn í Ramallah þegar Ísraelsmenn  hófu árásir á Vestur bakkann í dag annan daginn í röð.  

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjum sínum af umfangi árásanna en þetta eru umfangsmestu árásir sem Ísraelar hafa gert á svæðinu í áratug.  Hjálparsveitir sameinuðu þjóðanna hafa  átt í fullu fangi við að komast að þeim sem allra mest eru særðir svo tölur yfir særða og látna gætu átt eftir að hækka.  Hammas tekur á sig sök vegna mótórhjólamannsins í Tel Aviv í dag og segja Ísraelsmenn eiga eftir að borga fyrir það tjón og þau líflát sem þeir séu að valda.

Sérfræðingar í málefnum miðausturlanda segja árásirnar endurspegla viljaleysi Joe Bidens Bandaríkjaforseta til að hemja bandamenn bandaríkjanna í Miðausturlöndum þrátt fyrir loforð þar um. Joe Biden leyfi þessu þjóðarmorði að hafa sinn gang.

Sérfræðingar segja einig að á meðan Bandaríkjamenn dæla peningum í Ísraelsmenn og loki augunum fyrir mannréttindabrotunum og morðunum sem þar eru framin muni það bara magna upp árásargirnina í hægri öfgastjórninni  sem er við völd í Ísrael í dag og ástandið fara versnandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí