Hitamet heimsins slegið tvo daga í röð

Eins og áður hefur verið greint frá hér, þá var meðalhiti jarðarinnar síðastliðinn mánudag heitasti dagur síðan mælingar hófust. Á mánudaginn náði meðalhitastig jarðarinnar 17,01 gráðu, sem sló fyrri met sem var 16,92 gráður, sumarið 2016.

Nú er komið í ljós að á þriðjudag náði meðalhitastigið 17,81 gráðu – sem er því nýja metið.

Á sama tíma greina vísindamenn frá því að El Niño veðurfyrirbrigðið sé byrjað, og að þjóðir heims ættu að búa sig undir miklar náttúruhamfarir af þeim sökum.

Þjóðir heims hafa víða verið að takast á við ýmsar náttúruhamfarir, t.d. flóð í Kína, þurrkar í Danmörku og skógareldar í Kanada. Samkvæmt sérfræðingum er ballið rétt að byrja, ef svo má að orði komast.

Tölurnar koma frá NCEP, rannsóknarstofnun Bandaríkjanna um loftslagsmál (US National Centers for Environmental Prediction).

Línurit yfir hita eftir dögum ársins frá 1979 fram til dagsins í dag. Línan þarna efst, sem rífur sig frá öðrum árum er árið í ár.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí