Húsnæðisbyrði leigjenda í Bandaríkjunum komin í 30% af ráðstöfunartekjum

Leigjendur í Bandaríkjunum borga að jafnaði þrjátíu prósent af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Hefur hlutfallið hækkað um tæp þrjú prósentustig frá árinu 2019. Greiningafyrirtækið Moody’s segir þetta áður óséðar aðstæður fyrir bandarísk heimili og birtingarmynd af versnandi kjörum þeirra , aldrei áður hefur hlutfall húsaleigu af ráðstöfunartekjum farið yfir þrjátíu prósent.

Ráðuneyti húsnæðis og skipulagsmála í Bandaríkjunum metur húsnæðiskostnað yfir þrjátíu prósent af ráðstöfunartekjum vera íþyngjandi, að hann geti valdið efnislegum skorti og þar af leiðandi fátækt. „Þessi þróun hefur staðið yfir í áratugi” segir Martha Galves framkvæmdastjóri hjá háskólanum í New York, „frá því á áttunda áratugnum hefur húsaleiga verið að hækka umfram laun og fyrir lágtekjufólk á leigumarkaði er íþyngjandi húsnæðisbyrði orðið daglegt brauð”. Hlutfall húsaleigu af launum var aðeins tuttugu og tvö prósent þegar mælingar hófust árið 1999.

Lu Chen forstöðumaður hjá Moody´s segir hlutfall leigu af launum hafi aukist af því að laun hafi ekki þróast í takt við leigu á undanförnum áratugum. Eftir að takmörkunum á leigumarkaði var lyft eftir covid-heimsfaraldurinn hefur hækkun húsaleigu tekið stökk. Margir leigusalar í Bandaríkjunum tóku upp á því að lækka leigu tímabundið í miðjum faraldrinum, en hafa náð þeim lækkunum til baka og gott betur undanfarið.

Þrjátíu og eitt prósent heimila í Bandaríkjunum voru á leigumarkaði samkvæmt rannsókn hagstofu Bandaríkjanna frá árinu 2019 og sextíu og fjögur prósent heimila í séreign, þ. e. í eigu íbúanna sjálfra. Séreign á húsnæðismarkaði þar í landi hefur vaxið stöðugt frá eftirhrunsárunum 2015/2016 ef undanskilið er tímabilið í upphafi heimsfaraldursins 2020.

Mikill ójöfnuður er á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum þar sem meirihluti innflytjenda fer nauðugur á leigumarkaðinn en á móti er aðeins fjórðungur hvítra og innfæddra á leigumarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum PEW rannsóknastofnunarinnar sem rannsakar félagslega stöðu almennings þar í landi. Því tengt þá benda rannsóknir Brookings stofnunarinnar til þess að útlendingaandúð skýri að mestu leyti tregðu stjórnvalda til að verja leigjendur og skapa jafnræði á húsnæðismarkaði.

Í samanburði við Ísland þá greiða leigjendur á Íslandi að jafnaði fjörutíu og fjögur prósent af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu, á meðan hlutfallið er þrjátíu prósent í Bandaríkjunum. Séreign á húsnæði á Íslandi hefur dregist látlaust saman frá aldamótum, en á undanförnum árum hefur hún aukist í Bandaríkjunum. Viðmið fyrir Íþyngjandi húsnæðisbyrði á Íslandi er fjörutíu prósent af ráðstöfunartekjum, en í Bandaríkjunum er línan dregin við þrjátíu prósent.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí