Kína fimm árum á undan áætlun í vind- og sólarorku

skýrsla sýnir fram á það að Kína mun ná markmiðum sínum í vind- og sólarorku töluvert á undan áætlun. Búist er við því að landið muni framleiða 1.200 gígawött af vind- og sólarorku árið 2025. 

Kína langstærst 

Sólarorka í Kína er orðin meiri en í öllum öðrum löndum samanlagt. Vindorkuverin þeirra hafa tvöfaldast í framleiðni frá 2017 og er Kína langfremst á því sviði einnig. Vindorka þeirra er álíka mikil og vindorka næstu sjö landa samanlagt. Samkvæmt skýrslunni má rekja árangurinn til reglugerða og ívilnana. Árið 2020 hét Kína því að verða orðin kolefnishlutlaust land árið 2060. 

Orkuþörfin er gríðarleg

Þrátt fyrir þessa gríðarlegu framþróun er Kína líka að fjölga kolaorkuverum. Árið 2022 voru samþykktar að meðaltali tvö ný kolaorkuver á viku, samkvæmt greiningu CREA, rannsóknarstofnunar um orku og loftgæði. Stór ástæða fyrir þessari miklu aukningu á kolaorkuverum er vegna gríðarlegra hitabylgna og þurrka. Þurrkurinn í fyrra var sá versti í sex áratugi og olli því að vatnsaflsvirkjanir gátu ekki skilað eins mikilli orku. Orkuþörf eykst sömuleiðis í svona miklum hita vegna, meðal annars, aukinnar þarfar á loftkælingu. Svipað ástand er uppi í Kína í dag en önnur hitabylgja gengur þar yfir núna sem gæti slegið met. 

Jákvæð þróun 

Kolaorkuverin gætu brátt horfið á brott, Kína er á mjög hraðri vegferð í þróun sólar- og vindorku og verðið á slíkri orku hríðfellur. Kína er stærsti einstaki fjárfestirinn á heimsvísu í þessum geirum. Vonin er að þeim takist að skipta út kolunum sem fyrst, en enn þá þarf töluverða þróun í geiranum svo það sé raunhæft. 

Um það bil 60% allra sólarsella í heiminum eru framleiddar í Kína

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí