Kókaín fannst í Hvíta húsinu

Öryggisgæsla Hvíta hússins (e. Secret service) er að rannsaka kókaín sem fannst í Hvíta húsinu í gær.

Á mánudaginn fannst efnið, sem sent var til greiningar af þarlendum yfirvöldum, og kom það í ljós í dag að um kókaín væri að ræða. The Washington Post greindi fyrst frá málinu.

Eftir að efnið fannst, þá var öryggisgæsla Hvíta hússins fært tímabundið á hærra stig, ásamt því að ákveðnir hlutar af Hvíta húsinu voru rýmdir.

Talsmaður Secret Service í Bandaríkjunum, Anthony Guglielmi, sagði í viðtali við The Washington Post að efnið sem um ræðir hafi ekki verið mikið, og fannst við hefðbundið eftirlit. Efnið fannst víst á ákveðnu bókasafni Hvíta hússins, sem opið er fyrir almenningi.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var í Camp David – sumarleyfisbústað Bandaríkjaforseta – þegar tilvikið kom upp.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí