Launagreiðslur hækka en launafólki fjölgar líka og verðbólgan étur kaupmáttinn

Hagstofan sendi frá sér upplýsingar úr staðgreiðsluskilum í morgun. Þar má sjá að laun voru 163,2 milljarðar króna í maí. Það er 12,4% hærri summa en í maí í fyrra. Þeim sem fengu launin voru tæplega 214 þúsund, fjölgaði um 4,4% frá sama mánuði í fyrra. Launagreiðslur til hvers og eins hækkuðu því um tæplega 7,7% frá í fyrra.

Á sama tíma hækkaði verðlag um 9,5% samkvæmt vísitölu neysluverðs. Kaupmáttur staðgreiðslulauna á mann lækkaði því um 1,7%. Að meðaltali át verðbólgan verðmæti launa hjá hverjum og einum upp á 12.820 kr.

Þessa tölur frá Hagstofunni er bráðabirgðatölur. Staðan í maí mun breytast á næstu mánuðum þegar fleiri staðgreiðsluskil fyrir þennan mánuð berast. En sjaldan raskar það niðurstöðunni að ráði. Þessar upplýsingar gefa ætíð góða vísbendingu.

Nú segja tölurnar að það er mikil þensla, störfum fjölgar hratt og langt umfram lækkun atvinnuleysis sem merkir að hingað flytur fólk til að vinna. Launagreiðslur hækka mikið en það leiðir ekki til meiri almennrar velsældar. Bæði er að verðbólgan étur verðgildi launanna og að summan dreifist á fleiri. Það sem hver og einn fær dugar ekki til að vega upp á móti verðbólgunni. Að meðaltali er launafólkið verr sett í ár en í fyrra þrátt fyrir 6,4% hagvöxt í fyrra og 4,0% hagvöxt í ár.

Hinum megin eru þá fyrirtækin sem ráða fleira fólk fyrir launum sem eru á föstu verðlagi lægri en í fyrra. Hagvöxturinn er drifin áfram af vinnu þessa fólks en ávinningurinn nær ekki til þeirra, situr eftir í fyrirtækjunum. Frá launafólki er þetta vandinn, að launin hækki ekki í takt við verðlag og aukinn hagvöxt. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna hefur hækkun launa verið of mikil, þau vilja að enn meira af arðinum sitji eftir hjá eigendum fyrirtækjanna. Stjórnvöld, bæði ríkisstjórn og Seðlabanki, styðja sjónarmið fyrirtækjaeigenda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí