Vinstri stjórn forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, tókst að minnka eyðingu regnskógana í Brasilíu um 34% á fyrstu sex mánuðunum eftir að hún tók við. Tölurnar eru byggðar á athugunum frá gervihnöttum. Hefur honum þannig tekist að snúa við þróuninni sem átti sér stað undir stjórn fyrrum forseta, öfgahægri mannsins Jair Bolsonaro, en eyðing regnskógana náði þar hámarki.
Bolsonaro dró verulega úr fjárstuðningi til Ibama, umhverfiseftirlitsstofnunar Brasilíu, í þeim tilgangi að vekja hana og gera henni síður kleift að sinna hlutverki sínu. Ríkisstjórn Lula hefur hinsvegar aukið fjárstuðning til hennar, og hafa starfsmenn þar því aukist.
Ríkisstjórn Lula er því að standa við loforð sín, en í byrjun júní kynnti hann metnaðarfulla áætlun í umhverfismálum þar sem eyðingu regnskógana yrði alfarið hætt fyrir árið 2030. Enn er mikið verk að vinna, en João Paulo Capobianco, umhverfisráðherra Brasilíu, sagði í tilkynningu að eyðingin sé þó ekki að aukast lengur – ríkisstjórninni sé búið að takast að binda enda á þróunina sem Bolsonaro bar ábyrgð á.
Fyrir viku síðan var Bolsonaro bannað að bjóða sig aftur fram í embætti í sjö ár af þarlendum dómstólum, vegna spillingar og lyga.