Mogginn: Núll áhugi á innihaldi Lindarhvolsmálsins

Fréttasprengja gærdagsins, að fyrrum ríkisendurskoðandi hafi sent ríkissaksóknara Lindarhvolsmálið vegna gruns um brot á hegningarlögum, ratar ekki á forsíðu eina dagblaðsins sem eftir er á Íslandi. Þar er frétt um að kannski-gos og mynd af manni að mála gluggakarma.

Fréttin um Lindarhvolsskýrsluna og erindið sem Sigurður Þórðarson, fyrrum settur ríkisendurskoðandi sendi til saksóknara, er myndalaus og lítt áberandi neðst á síðu tvö. Og þar er ekkert fjallað um innihald skýrslunnar, látið eins og aðalfréttin sé hver birti hverjum og hvenær.

Frétt Moggans er svona, fyrir þau sem vilja spyrja sig hvort eðlilegt sé að eina dagblaðið á landinu s+é í eigu stórútgerðarinnar:

Greinargerðin opinberuð

Sig­urður Þórðar­son, sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi í út­tekt á Lind­ar­hvoli, tel­ur brýnt að embætti rík­is­sak­sókn­ara taki mál­efni fé­lags­ins til efn­is­legr­ar meðferðar og af­greiðslu.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, birti grein­ar­gerð Sig­urðar um Lind­ar­hvol í gær en um­deilt hef­ur verið á þessu og síðasta kjör­tíma­bili hvort hana ætti að birta.

Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, seg­ir að birt­ing­in komi sér á óvart. Hann sjái ekki annað en að hún „fari í bága við við ákvæði þing­skapa og regl­ur þings­ins um meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga.“ Nauðsyn­legt sé þó að skoða málið bet­ur með lög­fræðing­um þings­ins og for­sæt­is­nefnd.

Birg­ir nefn­ir einnig að nefnd­ar­mönn­um stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar hafi staðið til boða að fá að skoða grein­ar­gerðina sam­kvæmt regl­um Alþing­is um meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga.

Hann ját­ar að um­deilt sé hvort grein­ar­gerðin flokk­ist sem trúnaðar­upp­lýs­ing­ar. Rík­is­end­ur­skoðandi hafi lagst gegn birt­ingu og Birgi þætti eðli­legt að fylgja því enda for­ræði gagna sem þaðan koma hjá því embætti.

„Þar hef ég fyrst og fremst horft á ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um Rík­is­end­ur­skoðun sem í raun og veru ger­ir ráð fyr­ir því að rík­is­end­ur­skoðandi eigi sein­asta orðið í þess­um efn­um og afstaða mín hef­ur byggst á þeim grund­velli,“ seg­ir Birg­ir. Þá seg­ist hann ekki sjá þörf á því að þing verði kallað sam­an vegna máls­ins.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, er ekki á sama máli og Birg­ir en flokk­ur­inn hef­ur kallað eft­ir því að þing verði kallað sam­an vegna birt­ing­ar grein­ar­gerðar­inn­ar. Hann seg­ir flokk­inn hafa bar­ist fyr­ir birt­ing­unni í fimm ár.

Eft­ir birt­ingu virðist málið nú um­fangs­meira en Íslands­banka­málið sem Alþingi hafi þó tekið tölu­verðan tíma í að ræða og þess vegna kalli flokk­ur­inn eft­ir þessu.

Sjálf­ur hefði hann ekki kosið að fara sömu leið og Pírat­ar hvað varðar birt­ingu en hann geti lítið sagt þar sem hann viti ekki hvaða skil­yrði hafi verið sett þegar stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fékk gögn­in í hend­urn­ar. „Þegar niðurstaðan er sú sem hún er og sá sem vann skýrsl­una að beiðni Alþing­is tel­ur það kalla á að málið sé sent til rík­is­sak­sókn­ara og við erum búin að fara í gegn­um öll þessi ár af til­raun­um til þess að fela inni­haldið, þá finnst mér bara rétt að þingið nái að ræða þetta sem fyrst,“ seg­ir Sig­mund­ur „Mér finnst að al­menn­ing­ur eigi rétt á upp­lýs­ing­um um hvernig því var fylgt eft­ir og að heyra af­stöðu þing­manna til þess.“

Ekki náðist í Þór­hildi Sunnu við gerð frétt­ar­inn­ar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí