Morgunblaðið neitar að horfast í augu við raunveruleikann

Á mánudaginn greindi Samstöðin frá því að Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að horfast í augu við raunveruleikann. Hann skrifaði grein þar sem hann sagðist ekki trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ábyrgð á fjölda flóttamanna frá Venesúela, þrátt fyrir að það sé rækilega skjalfest og í raun enginn vafi um það.

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er gerð tilraun til að halda áfram með þessa sögufölsun. Nýlega fór Sjálfstæðisflokkurinn í hálfgerðan kosningaham og hver flokksmaður á eftir öðrum fór að hamra á því að útlendingamál væru komin í vitleysu. Vafalaust hefur þetta verið tilraun flokksins til að auka fylgi meðal rasista á Íslandi.

En flokkurinn virðist hafa gleymt því að hann sjálfur bæri nær alla ábyrgð á þessu meinta ástandi. Flokksmenn virðast hafa áttað sig á þessu á síðustu dögum og því lítið annað í stöðunni en að gera tilraun til sögufölsunar á síðum Morgunblaðsins. Línan er þessi: Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki ábyrgð, heldur kærunefnd útlendingamála.

Í leiðara Morgunblaðsins í dag segir: „Útlendingamálin eru í uppnámi og benti Birgir Þórarinsson þingmaður nýlega á að Þorsteinn Pálsson, fv. dómsmálaráðherra, segði Sjálfstæðisflokkinn bera ábyrgð á þeirri stöðu. Það vitnaði að mati Birgis um að hann vissi ekki hvernig kerfið virkar hér. Bendir Birgir á að hann skipi sér nú í hóp Viðreisnar, sem styður óhefta móttöku hælisleitenda og sparar sig hvergi í þeirri kröfu. Kærunefnd útlendingamála beri alla ábyrgð á því ófremdarástandi sem upp er komið.“ Leiðarinn heldur svo áfram og er í raun copy-paste upp úr pistli Birgis.

Hér er gott að rifja upp sannleika málsins. Kærunefndin hafnaði breyttri afgreiðslu Útlendingastofnunar. Það var Útlendingastofnun sem gaf öllum frá Venesúela forgangsvernd, sem gefur fólki fjögur ár. Þetta var gert þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þetta var gert í tengslum við valdaránstilraun í Venesúela, sem var studd af Bandaríkjamönnum, og þar af leiðandi líka af Sjálfstæðismönnum.

Sú tilraun mistókst og þá misstu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins áhugann, Útlendingastofnun fór að hafna aftur flóttamönnum frá Venesúela. Þá kom kærunefnd fyrst að málinu og sagði að það stæðist ekki, að á bak við stefnubreytingu þyrfti að sýna breyttar forsendur. Vitaskuld voru engar breyttar forsendur nema að þessi valdatilraun mistókst og því hafa flóttamenn frá Venesúela haldið áfram að streyma til Íslands. Allt þökk sé ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí