Moxnes segir af sér sem leiðtogi Rødt í Noregi eftir sólgleraugna-málið

Bjørnar Moxnes hefur sagt af sér sem leiðtogi róttæka sósíalíska flokksins Rautt í Noregi. Hann var staðinn að því að hnupla sólgleraugum á Gardermoen-flugvelli við Osló og þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu þingflokksins og margra forystumanna flokksins gróf þetta atvik undan Moxnes. Hann þótti þar sýna mikla breyskleika.

Samstöðin sagði frá málinu fyrir rúmum þremur vikum, sjá hér: Leiðtogi sósíalista í Noregi kærður fyrir að stela sólgleraugum. Þar var sagt frá blaðamannafund Moxnes þar sem hann lýsti atburðarásinni svo að hann hafi verið í búð með kærustu sinni og voru þau að skoða sólgleraugu. Hann segist hafa stungið pari í hugsunarleysi í vasann, haldandi að þau hafi verið sín. Þau yfirgefa svo búðina, hann með gleraugun í vasanum. Hann segist svo hafa áttað sig á þessu 10-15 mínútum seinna. Eins og hann lýsir því sjálfur, þá hafi hann farið í ákveðið panikk, rifið miðann af gleraugunum og sett þau í ferðatösku sína. Rétt eftir að hann gerir þetta, þá koma öryggisverðir sem höfðu verið að fylgst með honum, og ræða við hann.

Eftir blaðamannafundinn fór Moxnes í veikindaleyfi. Daginn áður en það rann út samykkti landsstjórn flokksins að þingkonan Marie Sneve Martinussen tæki við sem formaður og gegndi því embætti fram að landsfundi á næsta ári, en Martinussen var fyrsti varaformaður flokksins.

Mosnes mætir ekki á blaðamannafund Rautt þar sem afsögn hans verður kynnt. Hann er enn í veikindaleyfi. Hann þakkaði fyrir sig í tilkynningu, sagði að þau ellefu ár sem hann hefur verið formaður hafi verið stórkostlegur tími sem hann er þakklátur fyrir.

Ekki er að sjá að þetta mál hafi haft mikil áhrif á fylgi Rautt. Flokkurinn mælist með 5,1% fylgi í könnunum, eilítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum 2021.

Mímir Kristjánsson, þingmaður Rautt, var spurður af norska útvarpinu hvort hann ætli að bjóða sig fram sem formann á næsta ári en aftók það með öllu. Hann sagðist í fyrsta lagi ekki hafa áhuga en hefði auk þess gert alltof margar heimskulegar vitleysur í lífinu til að geta orðið fomaður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí