Ný rannsókn sýnir erfðablöndun íslensks lax

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út nýja rannsókn „Erfðablöndun villts íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna“ þar sem staðfest er töluverð erfðablöndun við eldislax.

133 fyrstu kynslóðar blendingar (afkvæmi eldislaxa og villtra laxa) fundust í 17 ám. Eldri blöndun (önnur kynslóð eða eldir) greindist í 141 seiðum í 26 ám. Fyrstu kynslóðar blendingar virtust algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum í rannsókninni en laxeldi á Austfjörðum er bæði yngra og minna en laxeldið fyrir vestan.

Frekari rannsókna er þörf

„Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar.“ sagði Guðni Guðbergsson, Sviðsstjóri ferskvatns- og eldissvið

Rannsakendur kalla eftir fleiri rannsóknum á erfðablöndun laxins. Erfðablöndun hefur nú þegar orðið við hlutfallslega lítið eldismagn. Rannsóknina má skoða hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí