Öll með sína flokka á verri stað en þegar þau tóku við

Staða formanna ríkisstjórnarflokkanna er veik. Það er ekki bara að deilur innan ríkisstjórnarinnar hafa magnast og að viljinn til áframhaldandi samstarfs sé minni í baklandinu, heldur eru allir formennirnir nú með sína flokka á verri stað en þegar þeir tóku við.

Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins 29. mars 2009 í uppgjörinu eftir Hrunið og hefur setið í embætti í 14 ár og bráðum fjóra mánuði. Þegar Bjarni tók við mældi Gallup fylgi flokksins 26,6%. Í síðustu könnun Gallup mældist fylgið 20,8%. Í dag eru þau 1/5 færri sem segjast vilja kjósa flokkinn.

Katrín Jakobsdóttir tók við sem formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs 24. febrúar 2013 í aðdraganda kosninga þar sem stefndi í afhroð flokksins. Hún hefur setið í embætti í tiu ár og bráðum fimm mánuði. Þegar Katrín tók við mældi Gallup fylgi Vg 7,4% en í síðustu könnun Gallup var fylgið 6,2%.

Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2. október 2016 í kjölfar birtingu Panamaskjalanna vorið áður. Sigurður Ingi hefur verið formaður í sex ár og bráðum tíu mánuði. Gallup mældi fylgi flokksins 9,8% um það leyti sem hann tók við en í júní síðastliðið mældist fylgi flokksins 8,7%.

Formennirnir eru samkvæmt þessu allir komnir með flokka sína neðar en þegar þeir tóku við. Það er grimm staða, sérstaklega í ljósi þess að þau komu öll inn á tíma þegar metið var að flokkarnir væru í alvarlegum vanda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí