Eftir að að rússnesk yfirvöld yfirtóku verksmiðjur dönsku bjórkeðjunnar Carslberg og frönsku matvælakeðjunnar Danone hefur þessum eignum veið skipt á milli tryggra stuðningsmanna Vladimir Pútín forseta. Jakub Zakríev, 34 ára landbúnaðarráðherra Téténíu og nánum samstafsmanni Ramzan Kadyrov hæstráðandi í sjálfstjórnarlýðveldinu, var falin umsjón með verksmiðjum Danone. Og Taimuraz Bolloev var settur yfir Carslberg, en hann hafði rekið Baltika-bjórverksmiðjurnar áður en Carlsbeg keypti þær og þá fyrir góðvini Pútíns frá Sánkti Pétuesborg, Kovalchuk-bræðurnar Júrí og Mikhail.
Pútín virðist því ætla að nýta egnir vestrænna fyrirtækja til að kaupa sér stuðning síns innsta hrings. Í apríl voru sett lög sem takmarka möguleika vestrænna fyrirtækja sem óhlýðnast stjórnvöldum til að selja eignir sínar í Rússlandi. Þau verða að selja undir hálfu markaðsvirði og greiða góðan hluta söluverðsins til ríkisins. Og til að selja þarf sérstakt leyfi fá nefnd á vegum stjórnvalda. Í síðasta mánuði voru svo samþykkt lög sem heimila stjórnvöldum að taka yfir eignir fyrirtækja sem óhlýðnast stjórnvöldum.
Carlsberg og Danone eru ekki einu fyrirtækin sem hafa misst eigni sínar í Rússlandi. Í vor yfirtók ríkið eignir þýska orkufyrirtækisins Uniper og finnska orkufyrirtækisins Fortum, sem er í eigu finnska ríkisins. Þessar eignir voru settar undir Rosneft, annað stærsta orkufyrirtæki Rússlands í ríkiseigu. Þar ræður ríkjum Igor Sechin, traustur bandamaður Pútín.
Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það eru þúsundir vestrænna fyrirtækja sem eiga verksmiðjur og fyrirtæki í Rússlandi. Með nýjum lögum og því fordæmi sem yfirtaka á eignum Carlsberg og Danone gefa, getur Pútín gengið á röðina og auðgað sinn innsta hring enn meira. Og bætt þeim upp skaðann af vestrænum þvingunum. Bæði Kovalchuk-bræðurnir og Jakub Zakríev eru á listum Vesturlanda yfir óligarka sem hafa þolað frystingu og yfirtöku eigna.
Á sama tóma eykst þrýstingur á Ursulu von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins að finna lausn á því hvernig eignir rússneska seðlabankans í Evrópu verði nýttar í þágu Úkraínu í stríðinu. Síðasta sumar var stefnt að því að yfirtaka þetta fé, sem hafði verið fryst strax eftir innrásina. Um er að ræða óheyrilegar upphæðir, evrópsk skuldabréf sem rússneski seðlabanki keypti fyrir stríð. Innan evrópska seðlabankans er andstaða gegn þessum fyrirætlunum þar sem yfirtaka á fénu gæfi ömurlegt fordæmi, að stjórnvöld sem lentu upp á kant við Brussel gætu átt von á því að eignir þeirra yrðu gerðar upptækar. Fá lönd myndu þá kaupa evrópsk skuldabréf.
En frysting eigna rússneska seðlabankans veldur vanda. Hann lagði ekki féð inn í Seðlabanka Evrópu heldur keypti bréf einkum af Euroclear, belgísku fyrirtæki sem sýslar með skuldabréf, einkum ríkisskuldabréf. Vextir af þessum bréfum hafa runnið til Euroclear og andvirði þeirra bréfa sem runnið hafa út á gjalddaga hafa verið greidd upp. Og féð safnast upp innan Euroclear, ekki í Evrópska Seðlabankanum eða hjá einstökum ríkissjóðum. Þarna eru um 13 þúsund milljarðar íslenska króna fastir og gæti hlaðist upp miklu meira.
Innan Evrópusambandsins er nú reynt að finna leið til að skattleggja þetta fé, svo hægt sé að taka rússneska féð án þess að skapa fordæmi sem myndi grafa undan trausti ríkja utan Vesturveldanna á evrópsku fjármálalífi. Og færa Úkraínustjórn féð til að verjast innrás Rússa.
Myndin er af Pútín og Mikhail Kovalchuk.