Segir Sjálfstæðisflokksmenn galna að viðhalda óbreyttu samstarfi við Vg

„Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn læt­ur þetta allt yfir sig ganga, og ekk­ert ger­ist í út­lend­inga­mál­um eða orku­mál­um og svo fram­veg­is, ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn held­ur að það sé betra að fara í kosn­ing­ar þá, þá held ég að menn séu al­veg galn­ir,“ segir Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í samtali við Mogga.

Brynjar hefur tekið að sér að orða vaxandi andúð Sjálfstæðisflokksfólks gegn ríkisstjórninni, sem hann segir stoppa flokkinn í að virkja, lækka skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur, fækka hælisleitendum og leyfa hvalveiðar. Brynjar vill uppgjör í ríkisstjórninni eftir verslunarmannahelgi, að þá knýi Sjálfstæðisflokkurinn fram breytingar á stjórnarstefnunni og sprengi ríkisstjórnina ella.

En Brynjar er ekki bjartsýnn á að forysta flokksins láti verða að þessu, sem hann lagði til í grein í Viljanum. „Ef satt skal segja þá finnst mér ekki lík­legt að menn kom­ist að niður­stöðu í mál­un­um sem ég skrifaði um,“ sagði Brynj­ar við Moggann. „Spurn­ing­in er bara hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætli að sætta sig við stöðuna að óbreyttu eða ætla menn að knýja fram þess­ar breyt­ing­ar. Ég er ekki vongóður um að svo verði og þá er auðvitað bara ein leið; sem er að segja að þetta sé full­reynt og hætta þessu sam­starfi.“

Mogginn spyr hvort full­reynt sé um að stefnu stjórnarinnar verði breytt. „Ég er kannski ekki í stöðu til að meta það en ég ótt­ast að staðan sé þannig að það sé ólík­legt að hún breyt­ist. Þá segi ég nú bara eins og menn segja á ensku: „Let’s call it a day,““ sagði Brynjar.

Á Facebook vegg Brynjars má sjá að hann er ekki enn þessarar skoðunar.

„Burtu með VG. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert með það lið að gera. Mörg mál á núlli hjá ríkisstjórninni m.a. hælisleitenda og útlendingamál, bogalínu bullið, orkumálin, mikil yfirheyrsla í ríkisrekstri og m fl. Nýr Flokkur-nei. Nýja forustu og nýtt fólk hjá XD. Endurskipulagning,“ skrifar Júlíus Hafstein.

„Sammála öllu sem þu nefnir í þínum pistli. En hundurinn liggur grafinn þarna. Örfáir prinsipp menn og konur i baklínunni gjamma skynsamlega hægri stefnu flokksins en framlínan er svo allt annarrar skoðunar. Í dag er ekkert sem bendir til þess að framlína flokksins sé að fara að gera neitt með það sem þú ert að segja. Þú, Jón og Sigríður Andersen ásamt einhverjum fleirum eigið mun frekar heima í Miðflokki. Xd vagninn er ekkert að snúa frá krata vegferð sinni,“ skrifar Ólafur Ragnarsson.

„Þessi grein þín Brynjar er fjarskalega hógvær og málefnaleg, en mér finnst hún vera eins og einmana hróp í eyðimörk. Ég get aðeins talað fyrir mig sjálfan, 85 ára gamlan karl, sem hefur aldrei brugðist því að kjósa sinn Sjálfstæðisflokk og hafa metnað fyrir hann, að nú er ég komin á þá skoðun að þessi flokkur sé alveg döngunarlaus orðinn, nema í því að vernda hagsmuni stórútgerðarinnar. Og sjaldan hef ég verið eins ósammala stjórnmálamanneskju og Þórdísi Kolbrúnu og fari hún áfram í forystu flokksins okkar þá fer ég í frí. Ég vona að brýning þín Brynjar verði til þess að risinn rumski,“ skrifar Jón Hjartarson.

„Afskaplega kært að heyra þínar skoðanir um þessi mál. Ef ekki á illa að fara fyrir flokknum í næstu kosningum þarf nýja forystu. Við þurftum skýran, hefðbundinn hægri flokk sem veit hvað hann vill og veit líka hvað hann vill ekki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki í nauðsynlegar breytingar bæði í forystu og pólitík þurftum við nýjan flokk,“ skrifar Ólafur Haraldsson.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí