Sinéad O’Connor dáin, aðeins 56 ára

„Það er með mikilli sorg í hjarta sem við tilkynnum andlát ástkæru Sinéad okkar. Fjölskylda hennar og vinir eru niðurbrotin og óska eftir að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu sem fjölskylda Sinéad O’Connor sendi frá sér rétt í þessu.

Sinéad O’Connor var stórkostleg söngkona og baráttukona. Hún naut mikillar velgengni þar til að fjölmiðlar og tónlistariðnaðurinn snerist gegn henni þegar hún reif mynd af páfanum 3. október 1992 eftir að hafa sungið War eftir Bob Marley í skemmtiþættinum Saturday Night Live. Hún var að mótmæla glæpum kaþólsku kirkjunnar sem síðar hafa opinberast. Sinéad var þó aldrei almennilega fyrirgefið.

Hér má sjá þetta atriði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí