Sjálfstæðisflokkurinn með 16,1% í könnun Prósents

Í sumarkönnun skoðanakannanafyrirtækisins Prósent mælist Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 16,1% fylgi, sem er nokkuð minna en flokkurinn hefur mælst með í könnunum Gallup og Maskínu. Prósent birtir ekki oft kannanir og ekkert eftir að Fréttablaðið fór á hausinn. Það er sumt annað skrítið í þessari könnun, t.d. að Píratar eru næstum jafn stórir og Sjálfstæðisflokkurinn með 14,5%.

Samkvæmt könnuninni gætu Samfylking, Píratar og Viðreisn myndað nokkuð trausta ríkisstjórn.

En annars myndi þingheimur skiptast svona ef kosningar enduðu eins og mæling Prósents segir til:

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 11 þingmenn (-6)
Framsóknarflokkur: 4 þingmenn (-9)
Vg: 5 þingmenn (-3)
Ríkisstjórn alls: 20 þingmaður (-18)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 18 þingmenn (+12)
Píratar: 10 þingmenn (+6)
Viðreisn: 6 þingmenn (+1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 34 þingmenn (+19)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 5 þingmenn (-1)
Miðflokkurinn: 4 þingmenn (+2)
Ný-hægri andstaðan: 9 þingmenn (+0)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: Enginn þingmaður (óbreytt)

Könnunin var gerð dagana 22. júní til 19. júlí og er því í reynd eldri en könnun Maskínu frá síðustu viku og eldri en könnun Gallup sem birt verður eftir helgi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí