Bandaríkjaþing rannsakar fljúgandi furðuhluti

Uppljóstrari úr Pentagon og tveir fyrrverandi flugmenn bandaríska flughersins komu fram fyrir eftirlitsnefnd fulltrúaþings Bandaríkjanna í gær og sögðu frá upplifun sinni af „óþekktum afbrigðilegum fyrirbærum“ og hvernig upplýsingum um þau er haldið frá þinginu og almenningi.

Flugmenn segja óútskýrð fyrirbæri sjást reglulega

Flughermennirnir tveir sem sátu fyrir svörum sögðu báðir frá atvikum þar sem þeir urðu varir við fljúgandi furðuhluti. Pentagonið kallar þessi, að því er virðist, furðulegu fyrirbæri UAP sem stendur fyrir unidentified anomalous phenomenon á ensku. Þeir segjast hafa séð slíka hluti með berum augum, á radar og með öðrum leiðum og að herinn taki ekki slíkum atburðum alvarlega.

Þeir sögðu að ekki sé nægjanlega vel staðið að því að flugmenn geti komið slíkum atburðum á framfæri en einn þeirra, Ryan Graves, segir að bandarískir flughermenn sjái þessi fyrirbæri mjög reglulega. Þeir vilja báðir að herinn taki upp skýrara verklag hvað þessa furðuhluti varðar svo það sé auðveldara að safna gögnum um þá og segja frá þeim.

Uppljóstrari frá Pentagoninu

David Grusch var í fjórtán ár að vinna sem leyniþjónustumaður bandaríska hersins þar sem hann starfaði í tveim starfshópum Pentagonsins sem hafa safnað upplýsingum um þessi UAP svokölluðu. Hann var liðsforingi og hafði aðgang að leynilegum upplýsingum.

Hann sagði þinginu frá því að í marga áratugi hafa ýmsar stofnanir Bandaríkjanna haldið upplýsingum frá þinginu. Og hann hætti ekki þar heldur hélt því fram að Bandaríski herinn væri með áratugalangt verkefni þar sem þau reyna að endurhanna fljúgandi furðuhluti sem þau hafa undir höndum. Hann hélt því einnig fram að líffræðilegum sýnum hafi verið bjargað úr hröpuðum vélum sem kæmu ekki frá mönnum. Hvorki meira né minna.

Nefndin vill vita meira

Athygli vekur að meðlimir beggja flokka tóku þessu alvarlega og vilja leitast eftir nánari upplýsingum, sem sýnir aukin vilja þeirra til að þrýsta á að framkvæmdarvaldið uppljóstri meira um þessi fyrirbæri. Nefndin fær upplýsingar frá vitnunum sem almenningur getur ekki séð og er þetta ekki fyrsta nefndin sem kannar þessi fyrirbæri.

Alexandra Ocasio Cortez spurði um verktaka hersins og hvernig þeir tengdust þessum fyrirbærum

NASA slæst í leikinn

Frá því að umræða um þessa furðuhluti hófst aftur, fyrst í kjölfar myndbanda sem láku úr Pentagoninu, hafa ýmis rannsóknarverkefni farið í gang. Í síðasta mánuði hélt NASA blaðamannafund í samstarfi við varnamálaráðuneytið þar sem þau sýndu myndbönd og gögn um UAP sem þau hafa rannsakað. Fleiri vitnisburðir frá embættismönnum sem vinna á þessu sviðið innan varnamálaráðuneytisins og víðar hafa farið fram á undanförnum mánuðum.

Sean M. Kirkpatric sem er yfir rannsóknarstofu varnamálaráðuneytsins sem rannsakar furðulega hluti. Hann líkt og flugmennirnir kallar eftir betra verklagi hvað varðar að safna gögnum um þessi fyrirbæri. Fulltrúar varnamálaráðuneytisins komu fyrir þingnefnd í maí í fyrra og sýndu undarlegar myndir og myndbönd.

Scott Bray frá ONI fyrir þingnefnd í fyrra

Vitfirring eða raunverulegir furðuhlutir?

Lesendum gæti liðið eins og þeir séu dottnir inn í Twilight Zone þátt og er það vel skiljanlegt, enda staðhæfingarnar hreint út sagt ótrúlegar. Fréttamaður skal ekki segja hvað er að marka það sem komið er fram en skiptar skoðanir eru um það.

Sumir hafa haldið því fram að þetta sé allt einhvers konar sýndarleikur til að blekkja Kína eða einfaldlega sameiginleg vitfirring Bandaríkjamanna. Aðrir segja að hér sé um mælingarvillur að ræða eða flókið sjónarspil sem eigi sér jarðbundnari skýringar. Aðrir, líkt og embættismennirnir og flugmennirnir sem hafa komið fram, segja að hér sé um raunverulega óútskýrð fyrirbæri að ræða.

Sjáið vitnisburðinn í heild sinni hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí