Stærsta sekt sögunnar álíka íþyngjandi og sekt fyrir að tala í farsíma

Sekt Persónuverndar á Creditinfo um 38 m.kr. fyrir að halda vanskilsupplýsingar á skrá án þess að skráningarskilyrðum væri fullnægt er kynnt sem hæsta sektin í sögu Persónuverndar. Í ljósi þess hversu fjársterk fyrirtækjasamstæða Creditinfo er þá er sektin hins vegar mjög lág.

Samkvæmt ársreikningum Creditinfo Group fyrir árið 2021 var hagnaður samtæðunnar rúmir 4 milljarðar króna miðað við dagsgengi evru, en samstæðan gerir upp í evrum. Sektin er því um 0,9% af hagnaðinum það árið.

Ef við tökum dæmi af dagvinnulaunum verkamanns á 6. launaflokki Starfsgreinasambandsins þá fær sá útborgað rúmar 4 m.kr. á ári. Ef við sektum hann um sama hlutfall og Creditinfo borgaði Persónuvernd af sínum hagnaði, þar sem reyndar er búið að greiða allan kostnað, þá jafngildir sektin því að verkamaður borgi 38 þús. kr. í sekt. Til samanburðar er sektin við því að tala í farsíma undir stýri 40 þús. kr.

Hagnaður fyrirtækja eru tekjur að frádregnum öllum kostnaði. Það væri því sanngjarnara að miðað við heildartekjur Creditinfo í samanburði við verkamanninn en heildartekjurnar eru ekki dregnar upp í reikninga móðurfélagsins. Samanburðurinn er því mun verri en hér er dregið fram.

Það er því fráleitt að kynna þessa sekt sem háa sekt. Hún er í raun furðulega lág.

Myndin er af Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, sem er framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstraust, dótturfélags Creditinfo Group, en sektin beindist gegn því félagi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí