Verkfallið nær meðal annars til starfsfólks sem sér um farangur, ásamt þeirra sem sjá um innritun. Búist er við að það muni valda miklum töfum og aflýsunum. Tæplega þúsund starfsfólk flugvallarins tekur þátt í verkfallinu sem kemur á háannatíma, einmitt þegar flestar fjölskyldur eru að fara í sumarfrí.
Það er verkalýðsfélagið Unite union sem stendur fyrir aðgerðunum, og nær það til starfsfólks ASC, Menzies Aviation, GGS og DHL. Mun verkfallið skiptast niður í tvö tímabil sem hvor um sig stendur í fjóra daga. Hið fyrsta verður frá 28.júlí til 1. ágúst, og hið síðara 4.-8. ágúst.
Eins og áður segir er um að ræða starfsfólkið sem sér um öll helstu grunnstörf flugvallarins og er því búist við miklum truflunum. Flugfélögin sem muni verða fyrir skaða vegna verkfallsins eru m.a. British Airways, Easyjet, Ryanair, Tui, Westjet, og Wizz.
Deilan snýst um launakjör starfsfólksins, en talmaður verkalýðsfélagsins bendir á að í Covid krísunni var öllum launahækkunum frestað, og hefur þetta enn ekki verið leiðrétt á sama tíma og Bretland er að glíma við mikla krísu í verðbólgu og hækkun húsnæðisverðs. Samningar hafa ekki tekist og er þetta því niðurstaðan.