Starfsfólk Gatwick flugvallar í átta daga verkfall í sumar

Verkfallið nær meðal annars til starfsfólks sem sér um farangur, ásamt þeirra sem sjá um innritun. Búist er við að það muni valda miklum töfum og aflýsunum. Tæplega þúsund starfsfólk flugvallarins tekur þátt í verkfallinu sem kemur á háannatíma, einmitt þegar flestar fjölskyldur eru að fara í sumarfrí.

Það er verkalýðsfélagið Unite union sem stendur fyrir aðgerðunum, og nær það til starfsfólks ASC, Menzies Aviation, GGS og DHL. Mun verkfallið skiptast niður í tvö tímabil sem hvor um sig stendur í fjóra daga. Hið fyrsta verður frá 28.júlí til 1. ágúst, og hið síðara 4.-8. ágúst.

Eins og áður segir er um að ræða starfsfólkið sem sér um öll helstu grunnstörf flugvallarins og er því búist við miklum truflunum. Flugfélögin sem muni verða fyrir skaða vegna verkfallsins eru m.a. British Airways, Easyjet, Ryanair, Tui, Westjet, og Wizz.

Deilan snýst um launakjör starfsfólksins, en talmaður verkalýðsfélagsins bendir á að í Covid krísunni var öllum launahækkunum frestað, og hefur þetta enn ekki verið leiðrétt á sama tíma og Bretland er að glíma við mikla krísu í verðbólgu og hækkun húsnæðisverðs. Samningar hafa ekki tekist og er þetta því niðurstaðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí