Steinar í Lindarhvoli fengið 220 milljónir á sjö árum – Vinur Bjarna frá því í háskóla

Eitt af því sem Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, gagnrýndi sérstaklega í skýrslu sinni voru stjórnunarhættir Steinars Þórs Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns. Steinari hafði verið falið dagleg framkvæmdastjórn fyrir félagið af fjármálaráðuneytinu, en hann var einnig skipaður í stjórn félaga á vegum Lindarhvols. Sigurður segir í skýrslunni að Steinar Þór hafi staðið allt of nálægt verkefninu.

Nær allur rekstur Lindarhvols var samofinn lögfræðistofu Steinars Þórs. Þar hafi stjórnarfundir verið haldnir og raunar allur rekstur. Í skýrslunni segir Sigurður um Steinar Þórs: „Er það mat Ríkisendurskoðunar að þessi skipan hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem hefði átt að vera til staðar við framkvæmd verkefnisins.“

Lindarhvol er þó ekki eina verkefnið sem Steinar Þór hefur fengið frá fjármálaráðuneytinu. DV greinir frá því að Steinar Þór hafi frá árinu 2016 fengið greiddar að minnsta kosti 220 milljónir frá fjármálaráðuneytinu og dótturfélagi þess, Lindarhvoli ehf. Hann var til að mynda ráðinn án útboðs sem ráðgjafi vegna kaupa ríkisins á Auðkenni. Svo kom hann að kaupum fjármálaeftirlitsins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti. Að sögn DV er Steinar Þór enn með verkefni hjá fjármálaráðuneytinu.

Vinskapur Steinars við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra gæti útskýrt hvers vegna fjármálaráðuneytið leitar alltaf aftur til hans. Hringbraut fullyrti árið 2019 að Steinari og Bjarna væri vel til vina, þeir hefðu verið í lagadeild á sama tíma.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí