„Þessari auðlind er sóað“

Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra, skrifar áhugaverðan pistil í Vísi þar sem hann kallar eftir aukinni notkun á metangasi.

Eins og Ottó lýsir því þá hefur undanfarið: „borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál.“

Ottó bendir einnig á að „lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins.“

Að lokum bendir Ottó einnig á að „Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn.“

Pistil Ottós má lesa í heild sinni hér: Er metanvæðingin óttalegt prump?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí