Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir Terra fá falleinkun og vill hætta útvistun:  „Sama með snjómokstur“

Svo virðist sem það séu ekki allir innan Samfylkingarinnar sammála stefnu Reykjavíkurborgar að útvista hinum ýmsu verkefnum, líkt og sorphirðu og snjómokstri. Afleiðingarnar hafa þeirra stefnu hefur verið að slíkri grunnþjónustu hefur verið sinnt illa. Samstöðin hefur í vikunni fjallað um hvernig einkafyrirtækinu Terra virðist vera um megn að sinna sorphirðu. Flestir muna svo eftir því hve illa gekk að sinna snjómokstri í Reykavík síðastliðinn vetur.

Viðar Eggertsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar athugasemd við færslu Reykjavíkurborgar á Facebook og gagnrýnir þetta fyrirkomulag. Viðar skrifar: „Einkaframtakinu (Terra) treyst fyrir sorphirðu hjá Sorpu. Falleinkun hjá Terra! Síðan er Sorpa byggðasamlag allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem meirihlutinn í stjórn eru sveitarfélög sem stjórnað er af Sjálfstæðisflokknum, svo þetta er allt í höndum XD.“

Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur undir með honum í athugasemd og skrifar: „Við eigum bara að gera þetta sjálf. Það gekk vel áður en þetta útvistunar-rugl fór í gang.“ Viðar svarar honum og virðist sammála: „Sama með snjómokstur og götuhreinsanir.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí