Verðbólga fellur hratt – nema hér

Verðbólga síðustu tólf mánuði mældist aðeins 3% í Bandaríkjunum í júní og hefur fallið hratt, var rúm 9% fyrir ári. Svipaða sögu er að segja frá Evrusvæðinu. Þar mældist verðbólga 5,5% í júní, hafði lækkað úr 10,6% frá síðasta hausti. Verðbólga er því að hröðu undanhaldi. Nema á Íslandi.

Þróunin sést vel á þessu línuriti yfir verðbólgu undangengna tólf mánuði frá ársbyrjun 2021 fram á mitt ár 2023:

Þarna er skýr saga hvað varðar Bandaríkin og Evruland. Verðbólgan fór upp og svo niður. Á Íslandi er þráðurinn óskýrari. Verðbólgan fór upp og er ekki búin að ákveða hvað gerist svo. Hún virðist ætla að lækka en það er of snemmt að slá því föstu að það sé að gerast.

Það kemur kannski í ljós í næstu viku þegar Hagstofan birtir verðbólgumælingu sína.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí