Vinnumálaráðherra Spánar leggur til að allir fái 3 m.kr. í styrk frá ríkinu

Yolanda Díaz, kommúnista vinnumálaráðherra Spánar, hefur lagt til að allir ríkisborgarar á Spáni fái 20.000 evru styrk sem þeim er frjálst að nota hvernig sem þeir vilja, hvort sem það er til að fara í nám eða stofna fyrirtæki. 20 þúsund evrur jafngilda tæplega 3 m.kr. íslenkra króna, líklega yfir fjórum ef við tökum tillit til lægra verðlags á Spáni en á Íslandi.

Samkvæmt tillögu hennar, þá myndi styrkurinn koma í nokkrum greiðslum, sem myndu hefjast þegar borgarar ná 18 ára aldri, og ná til 23 ára aldurs. Þessir styrkir myndu kosta ríkið tíu milljarða evra. Aðspurð hvernig spænska ríkið eigi að hafa efni á því, segir Díaz að málið sé einfalt: borgað verði fyrir þetta með því að auka skatta á hina allra ríkustu.

Aðgerðirnar miða að því að gefa öllum jöfn tækifæri. En Díaz, sem kemur úr kommúnistaflokki Spánar, kynnti þessar aðgerðir nú, í undanfara skyndikosninga á Spáni sem haldnar verða 23. júlí. Samkvæmt tillögunni myndi slík aðgerð kosta 0,8% af árlegri þjóðarframleiðslu Spánar. En með því að hækka verulega skatta á hina ríku segir Díaz að ríkið eigi vel efni á þessu og myndi gera öllum kleift að fylgja draumum sínum eftir – hvort sem að það er í menntun eða viðskiptum.

Tillagan hefur mætt andstöðu frá hinum íhaldssama flokki fólksins á Spáni (PP), en hann hefur verið að mælast hærra en bandalag vinstri flokka (Unidas Podemas) í nýlegum könnunum. Ef svo fer sem fram horfir, að íhaldsflokkurinn vinni stórsigur í kosningunum, þá er reiknað með að hann muni leita til öfgahægri flokksins Vox til að mynda ríkisstjórn. En Vox hefur gagnrýnt þessa tillögu mun harðar en PP.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí