Vísindamenn telja að við séum komin á nýtt og óþekkt stig í loftslagsbreytingum

Hitastigið í sumar hefur verið óvenjulega mikið. Þessi hiti hefur haft margar alvarlegar afleiðingar, má þar nefna skógareldana í Kanada, gríðarlegan þurrk í Danmörku og víðar, met bráðnun jökla í Grænlandi, ásamt hlýnun sjávar í Norður-Atlantshafi sem er uppúr öllu valdi. Vísindamenn velta fyrir sér hvort við séum komin á annað og áður óþekkt stig í loftslagsmálum, en þær breytingar sem nú eiga sér stað eru mun hraðari og verri en áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir.

Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af því sem gerist þegar El Niño skellur á af fullum þunga. Þetta reglulega veðurfyrirbrigði hefur verið að leiða til sífellt verri storma undanfarið, en vísindamenn óttast nú að við séum komin á svo alvarlegt stig að við séum að fara að sjá óveður á áður óþekktri stærðargráðu.

Jöklar heimsins hafa minnkað um meira en milljón ferkílómetra frá síðasta lágpunkti. Samkvæmt Peter Scott, prófessor í Bretlandi sem stýrir stofnuninni sem mælir áhrif loftslagsbreytinga ( UK Met Office’s climate monitoring and attribution team) þá hefur almennt verið talið hingað til að loftslagsbreytingar séu hægfara ferli. En athuganir vísindamanna nú benda til að ferlið sé mun hraðskreiðara og alvarlegra en áður var talið.

Meðalhitastigið í Norður-Atlantshafi í maí hefur aldrei verið hærra síðan mælingar hófust 1850. Borgir víða um heim hafa slegið öll hita met, þar á meðal borgir í Mexíkó eins og Chihuahua, Nuevo Laredo og Monclova. Suðurríki Bandaríkjanna hafa verið að glíma við fáheyrða hitabylgju, þar sem hitinn á sumum svæðum og eins og Suður-Texas hafa náð 46 gráðum.

Í bænum Oberndorf, í Austurríki, náði hitinn nýlega 36,1 gráðu – á miðnætti. En þetta slær öll met á meginlandi Evrópu. Ekki er ástandið skárra í Miðausturlöndum, en Íran t.d. hefur einnig verið slá öll hitamet.

Loftslagsvísindamaðurinn Brian McNoldy reiknaði nýlega út að líkurnar á að þetta væru náttúrulegt fyrirbrigði – semsagt ekki útaf mannavöldum – væru 256.000 á móti einum.

Allir vísindamenn eru sammála um að þetta sé ástand sem er einungis að fara að versna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí