Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima

Ferðaþjónusta 16. júl 2023

„Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir á Facebook í tilefni af opnun. vefsíðunnar gestgjafar.is þar sem landsmenn eru hvattir til að senda ferðamönnum góðar kveðjur og rækta með sér gestrisni gagnvart ört vaxandi fjölda ferðamanna á Íslandi. Það er Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar sem standa að verkefninu.

„Síðasta vetur laug Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar því að ferðaþjónustan væri “á hnjánum” eftir Covid í aðsendri grein á Vísi, og líkti Eflingu við “heimagerðar hamfarir” vegna baráttu láglaunafólks höfuðborgarsvæðisins fyrir mannsæmandi launum,“ skrifar Sólveig Anna. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf. Tilbúið til að fara í verkfall til að knýja forhert auðvald eins og Bjarnheiði til að deila meira af arðinum með þeim sem knýja áfram gróðavél ferðaþjónustunnar, félagsfólki Eflingar. Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust. Sem sagt, að réttmæt og sjálfsögð barátta láglaunafólks, að stærstum hluta aðflutts fólks, fyrir betra lífi, fyrir því að eiga möguleika á því að geta gert eitthvað aðeins meira en að skrimta, væri glæpsamleg árás á lífgæði allra Íslendinga. Áróður Bjarnheiðar var auðvirðilegur og til ömurlegrar skammar. En sumt fólk er því miður þannig innréttað að það vill frekar ráðast með lygum og svívirðingum á manneskjurnar sem að gera því sjálfu kleift að lifa í vellystingum en að koma vel og mannúðlega fram. Það er sú „menning“ sem fólk eins og Bjarnheiður aðhyllist, samfélagi okkar til óendanlegs skaða.“

Og Sólveig heldur áfram: „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar. Vill að við öll hjálpum henni að selja heimaland okkar svo að hún verðir ríkari. Og ríkari og ríkari. Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna. Stjórnvöldum sem eru þannig „gestgjafar“ fyrir láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu að þeim finnst ekkert að því að fólk sé á hrakhólum á siðlausum leigumarkaði, færandi auðvaldinu stóran part af lélegu laununum sínum, til þess eins að geta tryggt sér þak yfir höfuðið. Stjórnvöldum sem vilja helst, í samkrulli við Bjarnheiði og SA, svipta þetta sama fólk verkfallsréttinum í þeim tilgangi að tryggja auðstéttinni endaleg og algjör yfirráð yfir vinnuaflinu.“

Síðan póstar Sólveig Anna sínu framlagi:

Þetta má þýða sem: Ferðaiðnaðurinn á Íslandi neitar að greiða innfluttu verkafólki mannsæmandi laun og sómasamleg lífskjör. Það er ekki gestrisni heldur arðrán.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí