10.000 króna seðilinn misst 30% af verðgildi sínu en staðið sig samt furðu vel

Á núvirði var 10.000 króna seðilinn 14.349 kr. virði þegar hann var gefinn út 24. október 2013. Hann hefur því misst rúm 30% af verðgildi sínu. Ástæðan er verðbólgan á þessum bráðum tíu ár. En þar sem verðbólgan étur af verðgildi allra gjaldmiðla er almennt verðlag ekki sanngjarnt viðmið um seðla, það er náttúra þeirra að rýrna að verðgildi með tímanum.

Ef við berum 10.000 króna seðilinn saman við Bandaríkjadollar þá hefur hann mist rúm 9% af verðmæti sínu, við fengjum 11.031 kr. í dag fyrir þá dollara sem við hefðum keypt fyrir 10.000 kr. 24. október 2013. En við fengjum bara 8.745 kr. í dag ef við hefðum skipt 10.000 kr. yfir í evrur. Krónan hefur styrkt sig um tæp 13% á þessu tímabili gagnvart evru.

Hér má sjá stöðuna gagnvart völdum myntum:

GjaldmiðillVerðmæti 10.000 kr.
frá 24. okt. 2013
Fall og/eða
styrking krónu
Svissneskur franki11.205-12,0%
Bandaríkjadalur11.031-10,3%
Kínverskt júan9.3366,6%
Dönsk króna8.75512,5%
Evra8.74512,6%
Sterlingspund8.65313,5%
Kanadadalur8.56914,3%
Japanskt jen7.52724,7%
Sænsk króna6.55634,4%
Norsk króna6.35636,4%

Líklega finnum við ekkert tíu ára tímabil í Íslandssögunni þar sem krónan hefur staðið sig jafn vel í samanburði við aðra gjaldmiðla. Og ástæðan er auðvitað sú að ferðamannasprengjan breytti krónískum viðskiptahalla í afgang af viðskiptum við útlönd. Það var raunin á þessu bráðum tíu ára tímabili, en er svo sem ekki gefið að svo verði endilega áfram. Íslenska hagkerfið getur aðlagast að þessum forsendum og byrjað að eyða meiru en það aflar á ný.

Til að sýna hversu afgerandi munurinn er þá var nýr 5.000 króna seðill gefinn út 17. nóvember 2003. Þá var verðmæti hans 12.992 kr. miðað við verðlag í dag. Og ef við hefðum skipt 5.000 krónum í dollara þennan dag gætum við fengið 8.752 kr. fyrir þá dollara í dag. Krónan hefur því fallið um tæp 43% gagnvart dollar á þessum tæpum tuttugu árum. Og um rúm 38% gagnvart evru.

Örlög nýja 5.000 króna seðilsins er meira takti við sögu íslensku krónunnar en 10.000 króna seðilsins. Ferðamannasprengjan er það stór viðburður. Á örskömmum tíma hefur ferðaþjónustan orðið helsta stoðin undir gjaldeyrisöflun íslenska hagkerfisins. Og breytt forsendunum undir gengisskráningunni.

Þrátt fyrir að hér sé enn þá meiri verðbólga en annars staðar, halli á ríkissjóði og svo sem alveg jafn vitlaus efnahagsstjórn og áður þá er innstreymi gjaldeyris vegna ferðaþjónustunnar svo öflugt að krónan er svo til hætt að falla gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Krónan styrkti sig um 3,6% í júní og júlí, enda fjölgaði ferðamönnum mikið yfir þá mánuði. Reikna má með að sú styrking haldi áfram fram á haustið, enda streymir gjaldeyrir inn í landið.

Myndin er af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Má Guðmundssyni, þáverandi Seðlabankastjóra, fagna útgáfu 10.000 króna seðlinum í október 2013.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí