84.500 króna högg fyrir meðalskuldarann

Um síðustu áramót skulduðu tæplega 177 þúsund manns um 16,9 m.kr. að meðaltali, samkvæmt samantekt Hagstofunnar upp úr skattframtölum. Saman skuldaði þetta fólk því tæplega 3.000 milljarða króna. Vaxtahækkun upp á 0,5% í gærmorgun tekur 84.500 krónur af hverjum skuldara að meðaltali á ársgrundvelli og 14,9 milljarða króna af fjöldanum öllum. Og hver fær peninginn? Þau sem eiga fé en skulda ekki.

Frá því að Seðlabankinn tók að hækka vexti hafa þeir hækkað úr 0,75% upp í 9,25%. Fyrir hækkun kostaði það meðskuldarann að velta skuld sinni áfram um eitt ár um 465 þús. kr. ef við miðum við 2% álag ofan á stýrivexti. Í dag kostar það skuldarann 1.900 þús. kr. Það er 1.435 þús. kr. meira en fyrir rúmum tveimur árum, rétt tæplega 120 þús. kr. meira um hver mánaðamót.

Þetta er ekki eins slæmt og það hljómar, því laun hafa líka hækkað. Meðalskuldarinn stendur því undir hærri vaxtagreiðslum. Samkvæmt launavísitölu hafa laun hækkað um 20% frá því að Seðlabankinn byrjaði að hækka vexti í maí 2021. En eins og dæmið hér að ofan sýnir þá hafa vaxtagreiðslur að meðalskuld meðalskuldarans hækkað um rúm 300%.

Meðalskuldarinn verður því að draga saman seglin, hann getur keypt minna nú en áður þrátt fyrir hækkun launa. Og minni eyðsla skuldugs fólks dregur úr þenslu og í framhaldi úr verðbólgu. Það eru fyrst og fremst hin skuldugu sem greiða niður verðbólguna með versnandi kjörum.

Hin skuldlausu verða ekki vör við þessi átök. Þau hafa það fínt. Hin skuldlausu sem eiga fjármagn til að lána hafa það enn betra. Þau græða á verðbólgunni.

Miðað við ofansagt má ætla að hin skuldugu borgi í dag samtals um 250 milljörðum króna meira fyrir að velta skuldum sínum á undan sér en áður en vextir hækkuðu. Ástæðan er bæði hækkun vaxta á óverðtryggð lán en ekki síður hækkun vegna verðtryggingar. Af þeirri fjárhæð eru um 155 milljarðar króna umfram launahækkanir, sérstakur vaxtatollur til þeirra sem eiga fjármagnið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí