Aðeins 10 dverghnísur eftir í heiminum, útrýming yfirvofandi, aðvarar Alþjóðahvalveiðiráðið:

Dverhgnísur (Phocoena sinus) eru í bráðri útrýmingarhættu, samkvæmt yfirlýsingu sem Alþjóðahvalveiðiráðið gaf út í upphafi þessarar viku. Aðeins tíu dýr eru nú talin á lífi, af tegundinni. Talið er að ekki séu nema um tíu dýr af tegundinni á lífi og segir í yfirlýsingunni að útrýming hennar sé óhjákvæmileg, nema notkun dragneta tilfiskveiða við heimkynni hennar verði þegar í stað hætt með öllu.

150 sentímetra smáhveli sem flækjast í dragnetum

Dverghnísur er afar smágerð tegund tannhvala, skyld þeirri hnísu sem þekkist í Norður-Atlantshafi, en á sér aðeins heimkynni í hluta Kaliforníuflóa, vestast í Mexíkó. Dverghnísur verða fullvaxnar aðeins um einn og hálfur metri að lengd og eru því smæstar allra hvala.

Tegundin hefur lengi verið á válistum yfir dýr í útrýmingarhættu. Árið 1997 var talið að stofninn teldi um 567 dýr. Árið 2007 var talið að þeim hefði fækkað í 150, og árið 2018 að þær væru orðnar nítján talsins. Helsti skaðvaldur þeirra eru veiðar, sem beinast þó ekki að hnísunum sjálfum: dýrin flækjast í veiðarfærum sem beitt er við veiðar á fiski og rækju, einkum í svonefndum lagnetum. Í Kaliforníuflóa er þeim ekki síst beitt til veiða á totoaba-fiski, sem þrífst á sama svæði. Veiðarnar eru ólöglegar þar sem fiskurinn er einnig í útrýmingarhættu, en sundmagi hans selst dýrum dómum á svörtum markaði, og er meðal annars eftirsóttur til notkunar við hefðbundnar kínverskar lækningar.

Tilraunir til að koma nýjum stofnun á laggirnar hafa reynst meira hættulegar en hjálplegar.

„Talið er að hnísur hafi einangrast í Kaliforníuflóa á jökultíma og þróast þar í þessa smávöxnu og sérstæðu tegund“ eins og lesa má um á Vísindavef HÍ. Sjávarlíffræðingar vissu ekki af tilvist tegundarinnar fyrr en fyrir um hálfri öld síðan. Mexíkóskum sjómönnum var hún hins vegar kunn löngu fyrr.

Þegar sést til dverghnísa fara yfirleitt tvö fullvaxin dýr saman, í pörum, oft samferða kálfi. Þó hafa þær sést í allt að tíu hvala hópum. Meðalævilengd þeirra er talin um 20 ár.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí