Ákæra á hendur Trump ekki getið í Mogganum – leiðarinn segir Hunter Biden mesta hneykslið

Í ritstjóratíð Davíðs Oddssonar hefur Morgunblaðið færst hratt út á hægri jaðar stjórnmálanna. Í leiðurum blaðsins skrifar hann fallega um Donald Trump, Giorgiu Meloni og Jair Bolsonaro. Og hlýlega um Benjamín Netanjahú, Viktor Orban og aðra oddvita ysta hægrisins. En ákaflega illa um pólitíska andstæðinga þessa fólks. Í leiðurum Davíðs og Reykjavíkurbréfum er til dæmis dregin upp sama mynd af Joe Biden og Donald Trump gerir í ræðum sínum, af syfjulegu gamalmenni sem ekki veit hvað er að gerast í kringum sig.

Í Mogga dagsins kom fram að þessi afstaða er ekki bundin við leiðara, Reykjavíkurbréf eða Staksteina. Í gær kom fram að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hafa grafið undan kosningum með lygum og blekkingum. Þessi frétt var helsta frétt allra bandaríska blaða í dag, en mörg evrópsk blöð misstu af henni þar sem hún kom seint fram. Það á þó ekki við um Moggann því mbl.is birti frétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi af ákærunum, nokkru áður en blaði morgundagsins er lokað.

Í stað þess að hafa þessa frétta á forsíðu var frétt um hneykslismál Hunter Biden á forsíðunni undir fyrirsögninni: Forsetinn tengdur viðskiptum sonarins. Þar segir að fram hafi komið í lokuðum þing­nefnd­ar­yf­ir­heyrsl­um yfir Devon Archer, fyrr­ver­anda viðskipta­fé­laga Hun­ters, að Joe Biden hafi verið þátt­tak­andi á viðskipta­fund­um Hun­ters Biden, son­ar síns, að minnsta kosti 20 sinn­um, bæði í eig­in per­sónu og á síma­fund­um.

Og inn í blaðinu er engin frétt um ákærurnar á hendur Trump sem birtar voru í gær.

Leiðari Moggans er svo tileinkaður Hunter Biden. Yfirskrift leiðarans er: Mesta spillingarhneykslið.

„Lengi hef­ur hvorki gengið né rekið varðandi stórund­ar­leg mál sem snúa að Hun­ter Biden, syni for­seta Banda­ríkj­anna. Verj­end­ur for­set­ans, sem beita ákaft fyr­ir sig hefðbundn­um öfl­ug­um fjöl­miðlum sem lengi hafa stutt demó­krata, taka all­ir sem einn þann pól í sína hæð að Hun­ter sé aðeins eins og hver önn­ur per­sóna úti í bæ sem lifi sínu lífi óháð föður sín­um for­set­an­um,“ byrjar leiðarinn.

Og heldur áfram: „Þær varn­ir hafa lengi dugað en verða þó sí­fellt þung­bær­ari. Og í gær gjör­breytt­ist staðan. Með yf­ir­heyrsl­un­um sem fóru fram í gær virðist orðið ljóst að þetta mál sé ekki leng­ur Hun­ters held­ur Joes Bidens föður hans, for­seta Banda­ríkj­anna. Og það stefni nú í al­gjör­ar ógöng­ur með til­heyr­andi af­leiðing­um eft­ir yf­ir­heyrsl­ur í þing­inu í gær. Þá var fyrr­ver­andi vin­ur og sam­starfsmaður Hun­ters spurður spjör­un­um úr og hafa nokkr­ar frétt­ir frá þeim yf­ir­heyrsl­um þegar borist út, þótt þær verði ekki birt­ar form­lega fyrr en eft­ir fá­eina daga.“

Síðan fjallar höfundur, sem án vafa er Davíð Oddsson, áfram að fjalla um málið, sem hann segir stærsta hneykslið í bandarískum stjórnmálum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí