Ásetningur bankans, ekki mistök

Bankasalan 21. ágú 2023

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem framin voru við sölu á hlutum ríkisins í fyrirtækinu í marsmánuði 2022. Ákvörðun þessi var samþykkt á fundi miðstjórnar ASÍ miðvikudaginn 16. ágúst sl.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), átti í dag, mánudaginn 21. ágúst, fund með Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, og gerði honum grein fyrir ákvörðun miðstjórnar.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands:

„Afstaða miðstjórnar var alveg skýr á fundinum í síðustu viku. Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Framhjá slíkum trúnaðarbresti er ekki hægt að horfa og miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Með þessu móti lætur Alþýðusambandið í ljós þá eindregnu afstöðu að ólöglegt fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki „mistök“. Nú hefur þessari afstöðu verið komið á framfæri við fólkið í landinu, stjórnmálamenn og stjórnendur fjármálafyrirtækja.

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí