Davíð segir að hatur Sjálfstæðismanna á Svandísi sé persónulegt en ekki pólitískt

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er það sagt berum orðum að slíkt sé óþol Sjálfstæðismanna á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að það muni valda stjórnarslitum. Einnig er fullyrt að það sé ekki í raun vegna málefnaágrening, heldur sé það persónulegt. Hatur Sjálfstæðismanna á Svandísi sé kominn á það stig að þeir muni ekki styðja neitt frumvarp sem hún leggur til. Því sé stjórnin í raun dauðadæmd.

Líklegt er að Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, haldi um penna. Það vekur einnig athygli í leiðaranum að engin tilraun er gerð til þess að setja væntanleg stjórnarslit í samhengi við málefni. Davíð fullyrðir einfaldlega að þetta sé persónulegt en ekki byggt á stjórnmálaskoðunum. Davíð vísar í pistil Óla Björns Kárasonar, þingflokksformanns Sjálfstæðismanna, en nánar má lesa um hann hér.

„Það er þó ekki allt í himna­lagi á stjórn­ar­heim­il­inu, líkt og Óli Björn Kára­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðismanna, lýsti af nokkr­um þunga í grein hér á opn­unni fyrr í mánuðinum. Ekki vegna mál­efna­ágrein­ings – hann er alltaf ein­hver – held­ur vegna ögr­ana, óbil­girni og óheil­inda Svandís­ar Svavars­dótt­ur. Að óbreyttu er erfitt að sjá nokk­urt frum­varp henn­ar kom­ast úr þing­flokk­um stjórn­ar­liðsins í haust og þá verður þessu skjót­hætt,“ segir Davíð.

Hann virðist þó ekki hafa gefið upp alla von um að ríkisstjórnin geti haltrað fram að kosningum. „Standi vilji til þess að halda sam­starf­inu áfram þurfa for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar að bera klæði á vopn­in nú þegar og svo hafa þeir fram að hausti að ganga tryggi­lega frá fram­hald­inu. Það ger­ist ekki af sjálfu sér.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí