Nú opnar Óli Björn á að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera í stjórnarandstöðu

„Stjórn­mála­flokk­ur sem berst fyr­ir fram­gangi hug­sjóna – vill hrinda hug­mynd­um í fram­kvæmd – þarf stöðugt að vega og meta með hvaða hætti það er best gert. Það er langt í frá sjálf­gefið að mesti ár­ang­ur­inn ná­ist með því að taka þátt í rík­is­stjórn. Ef fá stefnu­mál ná fram að ganga með sam­starfi í rík­is­stjórn – ef stöðugt eru lagðir stein­ar í götu frels­is – er illa hægt að rétt­læta stuðning við rík­is­stjórn. Á stund­um er betra, til lengri tíma litið, að standa tíma­bundið utan rík­is­stjórn­ar, huga að rót­un­um, ydda hug­mynda­fræðina, meitla og slípa nýja hugs­un og stefnu í takt við breytta tíma,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblað dagsins.

Í síðustu grein skrifaði Óli gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og boðaði að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í stjórnarandstöðu við þann ráðherra og talaði gegn ríkisstjórnarsamstarfinu við Vg. Nú ræðir hann um að stjórnarandstaða geti verið góð og þroskandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og hann sé að telja kjark í flokkinn til að slíta samstarfinu og boða til kosninga.

„Fyr­ir 12 árum skrifaði ég í Þjóðmál um stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar hélt ég því fram að sjálf­stæðis­fólk ætti að færa umræðuna um þjóðfé­lags­mál yfir á heima­völl Sjálf­stæðis­flokks­ins. Póli­tík er sam­keppni hug­mynda „og sú sam­keppni verður ekki unn­in með því að benda á hvað stefna and­stæðings­ins sé slæm, held­ur með því að sann­færa kjós­end­ur um að sjálf­stæðis­stefn­an sé besta trygg­ing fyr­ir sókn til betri lífs­kjara og heil­brigðara þjóðfé­lags“. Með öðrum orðum: Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi að end­ur­heimta dag­skrár­valdið. Tala af sann­fær­ingu fyr­ir tak­mörkuðum rík­is­af­skipt­um, lág­um skött­um og auknu frelsi ein­stak­ling­anna, með áherslu á fjár­hags­legt sjálf­stæði þeirra. Marka stefn­una í þjóðarör­ygg­is­mál­um með tryggri varðstöðu um full­veldið. Taka málstað at­vinnu­lífs­ins, sem er for­senda þess að hægt sé að byggja upp öfl­ugt al­manna­trygg­inga­kerfi og gott heil­brigðis­kerfi sem þjón­ar öll­um óháð efna­hag,“ skrifar Óli Björn.

Og bætir við: „Fyr­ir þann sem lagt hef­ur fyr­ir sig stjórn­mál er einnig nauðsyn­legt að átta sig á því að bar­átta fyr­ir fram­gangi frels­is er ekki aðeins háð í þingsal eða í sveit­ar­stjórn­um. Dag­skrár­valdið er hægt að end­ur­heimta með öðrum og jafn­vel áhrifa­rík­ari hætti.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí