Enn fleiri í votri gröf eftir leit að betra lífi í Evrópu

Yfir 1800 manns hið minnsta hafa farist það sem af er ári í tilraunum sínum til að komast frá Norður Afríku til Evrópu.
41 flóttamaður hið minnsta drukknaði í liðinni viku undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa samkvæmt 4 eftirlifendum sem ræddu við fjölmiðla í morgun. 

Fólkið, þrír menn og ein kona, hafði komið með bát frá Sfax í Túnis á miðvikudag en þau eru upphaflega frá Fílabeinsströndinni og Gíneu.  Þau sögðu blaðamönnum að þau hafi verið á 7 metra löngum bát með 45 manns innanborðs, þar af þremur börnum á leið sinni til Evrópu.  Báturinn hafi lagt af stað á þriðjudag frá Sfax sem er borg um 130 km frá Lampedusa og er vinsæl flóttaleið en farist aðeins örfáum klukkutímum seinna eftir að verða fyrir miklum öldugangi.

Aðeins 15 manns úr hópnum klæddust björgunarvestum og var eftirlifendum  bjargað fyrst um borð í fragtskip en komið þaðan í hendur ítölsku strandgæslunnar.

Strandgæslan tilkynnti á sunnudaginn um tvo skipskaða á svæðinu en þá er ekki ljóst hvort þessi mannskæði skipskaði sé annar þeirra. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí