Er öllum sama þó ungt fólk sé að deyja í tuga vís á Íslandi?

„Er einhvernstaðar verið að funda og krefjast úrbóta vegna þess að ungafólkið okkar er að deyja í tuga vís af þessum ástæðum?,“ spyr Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari á Facebook. Hann deilir ársgömlum pistli Daníels Arnar Sigurðssonar, en bróðir hans svipti sig lífi 32 ára.

Daníel segir að kerfið hafi algjörlega brugðist bróður sínum, sem barðist við bæði fíknivanda og geðvanda. Helgi Magnús spyr hvers vegna ekkert bóli á aðgerðum stjórnvalda til að mæta þeim vanda. „Er verið að eyða fé í að bjarga þessu fólki okkar eða er því betur varið í annað? Hvar eru mannvinirnir okkar? Hver er forgangsröðun okkar? Er hún kannski röng?, spyr Helgi.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Daníels Arnar frá því í fyrra. Pistillinn er tímalaus að því leyti að ekkert hefur breyst síðan hann var skrifaður.

Þið sem mikið vita. Ég veit ekki mikið en ég veit að þetta kerfi á Íslandi er handónýtt! Bróðir minn hengdi sig 2018… 32 ára. Maður sem stal aldrei frá vinum og fjölskyldu. Sprautufíkill til 10 ára, var alltaf vell til fara, vel tenntur, snyrtilegur. Hann stal úr búðum til að verða sér til matar, því hann bjó á götunni því hann var það vel gefinn að hann vildi ekki valda okkur trafala.

Árið sem hann dó kom hann til mín uppgefinn á líkama og sál, skíthræddur og með ekka, því hann grét svo sárt. Ég gleymi þessu aldrei. Eftir hans dauða fékk ég að vita af fólki sem hafði verið með honum á geðdeild, að það sem hann óskaði mest af öllu að vera eins og stóri bróðir sinn (ég). Þetta braut hjarta mitt.

Steindór lést því hann tók sitt eigið líf en hann gerði það eftir 35 innlagnir á vog 8 meðferðir á Staðarfelli, (3 víkinga, 6mán), 2 Krýsuvík og 3 Hlaðgerakot. Þetta var honum ofviða.

Afhverju?

Jú vegna þess að það er ekki til samtvinnt úrræði fyrir fíknivanda og geðvanda. Á meðan hann fékk aðstoð við fíkninni var geðveikin að stappast í hausnum á honum og öfugt. Hann kom að lokuðum dyrum, var hent út af geðdeild í sífellu, vegna þess að hann var ekki í sjálfskaða hættu á þeim tíma… en hvað gerist þegar honum er hent út, vegna þess að hans ástand er ekki critcal? Hans ástand verður critical því hann er ekki að fá þá aðstoð sem hann þarfnast.

Þetta er alveg galið!

Munið að á bak við hvern fíkil er manneskja, manneskja sem fæddist eins og ég og þú með drauma og markmið eins og flestir. Og á bak við hverja manneskju er fjölskylda, og stórfjölskyldan. Þetter ekki bara ein manneskja, heldur þúsundir sem eru skildir eftir með sorgina, og að vinna með hana er oft jafn erfitt og fyrir þessa „fíkla“ (eða manneskjur) að losna undan fíkn!

Svo já kerfið er handónýtt!!!

Endilega deilið eins og vindurinn

Ást og friður til ykkar allra

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí