Eyðing Amazon-skógar Brasilíu dvínar um 60% milli ára

Skógeyðing í Amazon-skógi Brasilíu hefur dregist saman um að minnsta kosti 60 prósent frá júlí 2022 til sama mánaðar nú í ár, hefur The Guardian eftir umhverfisráðherra landsins Marina Silva. Upplýsingarnar eru sagðar fengnar með gögnum úr gervihnöttum sem hafa eftirlit með þróun skógarins.

Viðlíka samdráttur í ágangi á skóginn hefur að sögn sérfræðinga ekki náðst síðan 2005, og þykir til marks um mikilvægi þeirra pólitísku umskipta sem hafa orðið í landinu. Undir hægristjórn Jairs Bolsonaro varð Amazon skógurinn fyrir gríðarlegum ágangi af skóghöggi og skógareldum. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins, undir forystu Luiz Inácio Lula da Silva, hefur aftur beitt viðurlögum við landtöku, beitt hersveitum til að stöðva ólöglega námuvinnslu, afmarkað stærra landsvæði bæði sem yfirráðasvæði frumbyggja og opnað ný verndarsvæði.

Árangur af skýrum markmiðum og viðskiptahömlum

Um 60 prósent Amazon-skógarins tilheyrir Brasilíu. Umhverfisráðherrann segir að lykillinn að árangrinum sé það skýra markmið sem stjórnvöld hafi sett sér, en Lula da Silva hafi ákveðið að stefna að því að stöðva skógeyðingu með öllu.

Miðillinn ræðir einnig við Tasso Azevedo, skógarverkfræðing og stofnanda greiningarfyrirtækisins MapBiomas. Hann segir 60 prósent samdrátt í skógeyðingu milli ára vera varlega áætlað, hann gæti í reynd legið nær 70 prósentum. Og enn séu þau að reyna að átta sig á því hvernig tókst að ná svo miklum árangri svo hratt. Hann nefnir til sögunnar viðskiptahömlur og aðrar verndaraðgerðir stjórnvalda, betri tæknilega greiningu til að hnitmiða af meiri nákvæmni en fyrr hvar vandamál eiga sér stað og bregðast við þeim hraðar, ákvarðanir banka um að neita þeim landeigendum um lán sem eru ábyrgir fyrir skógeyðingu, ásamt varhug bænda vegna nýrra laga Evrópusambandsins um viðskipti án skógeyðingar. Hann bendir á að skógeyðingin hafi ekki dregist jafn snarlega saman á mörkinni Cerrado, sem viðmið Evrópusambandsins ná enn ekki til.

Mikilvægi regnskógarins

Amazon skógurinn er um þriðjungur þeirra svæða heims sem enn teljast til regnskóga. Tíu prósent allra þekktra villtra dýrategunda eiga þar heimkynni sín, auk þess sem talið er að enn séu þar óþekktar tegundir. Samkvæmt athugunum á vegum World Wildlife Fund (WWF) uppgötvast nýjar tegundir dýra eða jurta í skóginum að jafnaði á þriggja daga fresti. Skógurinn er þó ekki aðeins mikilvægur vegna þess lífs sem í honum þrífst heldur líka fyrir fjölmörg önnur vistkerfi jarðar, ekki síst vegna áhrifa hans á loftslag, en í skóginum eru bundnir 76 milljarðar tonna af kolefni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí