Fatlaðir fá kaldar kveðjur frá HÍ – Helming vísað frá: „Þeim finnst þetta alveg gríðarlega erfitt“

Af þeim 16 sem sóttu um starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands fengu einungis 8 skólavist. Háskólinn ber fyrir sig að ekki sé hægt að taka á móti fleirum vegna fjárskorts. RÚV greinir frá þessu.

„Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á það að skólakerfið, sem er nú svona kannski þetta öryggisnet nemenda, frá því að þú ert bara í leikskóla, þetta ótrúlega mikilvægt umhverfi til að þroskast og efla færni sína. Og ef við ætlum að skilja fötluð ungmenni eftir og fyrir utan þetta kerfi, þá finnst mér við vera á mjög miklum villigötum,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.

Að hennar sögn bíður þeim sem var vísað frá lítið sem ekkert. Önnur úrræði eru yfirfull. „Þau segja bara, okkur er bara þessi stakkur búinn, við megum bara taka inn átta einstaklinga, og þurfum að velja og hafna. Þeim finnst þetta alveg gríðarlega erfitt. Þau standa frammi fyrir því að einstaklingar sem þau vilja svo sannarlega sjá fá sama tækifærið og geta ekki gefið það, það er erfitt.“

Þetta er ekki eina nýlega dæmið um að fatlaðir fái kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands. Samstöðin greindi nýverið frá því að háskólinn notar greiðslukortakerfi sem kemur í veg fyrir að fatlað fólk og tekjulágir geti skipt skólagjöldum sínum upp í fleiri en eina greiðslu. Margrét Lilja Arnheiðar- og Aðalsteinsdóttur, formaður Sjálfsbjargar, hafði þetta um það mál að segja:

„Þetta er klár mismunun gegn tekjuminna fólki sem því miður er að stórum hluta fatlað fólk/öryrkjar. Fólk er fast í fátæktargildru örorkunnar og menntun er ein af fáum leiðum úr henni en hún stendur bara örlitlum minnihluta til boða.“ 

Blaðamaður ræddi við Margréti Lilju Arnheiðar- og Aðalsteinsdóttur formann Sjálfsbjargar vegna málsins og segist hún ekki efast um að fleiri séu í svipaðri stöðu. „Þetta er klár mismunun gegn tekjuminna fólki sem því miður er að stórum hluta fatlað fólk/öryrkjar. Fólk er fast í fátæktargildru örorkunnar og menntun er ein af fáum leiðum úr henni en hún stendur bara örlitlum minnihluta til boða,“ segir Margrét.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí