Finnland mun verja andvirði 850 milljarða króna í varnarmál á næsta ári

Finnsk stjórnvöld ráðgera að verja 2,3% landsframleiðslu sinnar (GDP) í varnarmál á næsta ári, að því er Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti á mánudag, eða 6 milljörðum evra. Það jafngildir 850 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi.

Fjárveitingar landsins til hernaðarmála hafa aukist á undanliðnum árum, meðal annars vegna yfirstandandi endurnýjunar á herþotuflota þessa. Þá hefur landið veitt Úkraínu verulega hernaðaraðstoð. Verðmæti þeirra hergagna sem Finnland hefur þegar sent landinu nemur 1,3 milljörðum evra, eða um 185 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Finnland er nýjasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) og varð 31. meðlimur þess á leiðtogafundi NATO-ríkja sem var haldinn í Vilníus nú í júlí síðastliðnum. Á sama fundi samþykktu öll aðildarríkin að verja árlega minnst 2 prósentum landsframleiðslu sinnar í varnarmál til frambúðar, og að fimmtungi þeirrar fjárhæðar yrði varið til hergagna, að meðtalinni rannsóknar- og þróunarvinnu til slíkrar framleiðslu. Þá skrifuðu aðildarríkin, í sömu yfirlýsingu, undir að þau gerðu sér grein fyrir að enn hærri framlaga væri þörf til lengri tíma litið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí