Framlög Íslands til þróunarmála eru enn rétt undir OECD-meðaltali

Framlög Íslands til þróunarmála, sem hlutfall af þjóðartekjum, hefur hækkað statt og stöðugt frá aldamótum, úr 0,12% árið 2000 í 0,34% árið 2022. Kostnaður vegna flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi hefur verið reiknaður sem hluti þessara útgjalda frá árinu 2014. Þrátt fyrir það er heildarframlag Íslands til þróunarsamstarfs enn ívið lægra hlutfall af þjóðartekjum en að meðaltali í ríkjum OECD, þar sem hlutfallið var 0,36% árið 2022.

Þetta kemur fram í greinargerð sem fylgir drögum að þingsályktunartillögu um þróunarsamvinnustefnu, sem lögð hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.

Mannréttindi, jafnrétti kynjanna, umhverfis- og loftslagsmál

Um áherslur og markmið með þróunarsamvinnu komandi ára er í greinargerðinni lagt til að stuðst verði við sömu grundvallarsýn og undanliðin ár, með skýrar áherslur á fá málefnasvið og samstarfsaðila, í þágu þess að ná sem mestum árangri af framlagi Íslands.

Í kafla um yfirmarkmið og „þverlæg málefni“ eru þessi áhersluatriði í þróunaraðstoð Íslands sögð mannréttindi og jafnrétti kynjanna, annars vegar, og umhverfis- og loftslagsmál hins vegar, bæði „sértæk og þverlæg áhersluatriði og sem slík samþætt í allt starf, allt frá undirbúningi verkefna til úttekta“.

Þar sem nú er talað um umhverfis- og loftslagsmál var áður rætt um sjálfbæra þróun segir í greinargerðinni. Orðalagsbreytingin er ekki sögð fela í sér áherslubreytingu heldur ætluð til að skerpa á forgangsröðun. „Sjálfbær þróun verður eftir sem áður grundvallaratriði í allri þróunarsamvinnu, enda snýr hún að öllum hliðum starfsins og er miðpunkturinn í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí