Félagsmálaráðherra Spánar, Ione Belarra kom fram á samfélagsmiðlum í dag og fordæmdi grimmilega stríðsglæpi Ísraela og tilraun til þjóðarmorðs á Gaza. Hún sagði að Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn geri sig samsek um stríðsglæpi með því að réttlæta áframhaldandi aðskilnaðarstefnu og yfirgang með fordæmingum á Hamas. Hún sagði að það væri ósegjanleg hræsni að nota árás Hamas til að réttlæta morð á þúsundum Palestínubúa, þar á meðal barna og hún skorar á ríkisstjórn sína að kæra stríðsglæpina til Alþjóðlega glæpadómstólsins (ICC). Yfirlýsingin er ekki birt víða í fjölmiðlum og spurning hvort hinn hugdjarfi ráðherra Spánar hljóti áheyrn umheimsins.
Evrópusambandið og Bandaríkin samsek um stríðsglæpi
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.