Rústa olíufurstarnir partýinu? Ísland má bara ekki gefa eftir!

Eyðileggja olíufurstarnir partýið? Ögurstund er runnin upp á COP28 í Dúbaí rétt áður en ráðstefnunni lýkur er hart barist um orðalag í lokaniðurstöðum. Standast Íslendingar og aðrar þjóðir þrýsting olíutuddanna?

Ungir umhverfissinar eru á staðnum og finna fyrir háu spennustigi sem stigmagnast þegar lýður að lokum: ,, Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum
finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum
þingsins. Vonin um orðalag um ,,útfösun jarðefnaeldsneytis’’ því sem næst horfin
Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global
Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC og er innihaldið algjörlega óásættanlegt.
Hvergi er lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og eru það gríðarleg vonbrigði.“

Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að ekkert þessu líkt hafi gerst í 30 ára sögu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna; ,,Að bandalag 80 þjóða, þar með talið Bandaríkin, Evrópusambandið* og smá eyríki beiti sér nú fyrir orðalagi í lokatexta COP28 sem segir skýrt útfösun jarðefnaelddsneytis. Væntanlega séu Ísland og Noregur meðal þessara Evrópuríkja.“

Það er mikið í húfi og mikil vonbrigði ef þessi sögulega sátt svo margra þjóða er brotin á bak aftur. En Ungir umhverfissinnar eygja vonarglætu og ítreka að ekkert verði samþykkt nema af öllum ríkjum og enn megi berjast um orðalagið og koma í gegn breytingum. Og Ísland getur haft áhrif og eins gott að við heykjumst ekki á því að taka skynsamlega afstöðu:

,,Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalagum útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina. Útfösun
jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5
gráðu frá iðnbyltingu.“

Nú er ekki tíminn til að gefast upp fyrir gylliboðum og frekjuþrýstingi olíufursta en það eru helst Sádi-Arabeía og fleiri OPEC lönd sem hafa reynt að standa í vegi fyrir því að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextanum. Og það er nokkuð ljóst við hverja er að etja:
,,Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum
þrýstingi gegn slíku orðalagi“, segja fulltrúar Ungra umhverfissinna á staðnum, Finnur Ricart Andrason og Cody Alexander Skahan.

Forseti COP28, Dr. Sultan Al Jaber, stefnir að því að ljúka þinginu á morgun kl 11:00 að
staðartíma (07:00 GMT) en það gæti verið að það dragist aðeins að samþykkja
lokaákvarðanirnar. Ungir umhverfissinnar fylgjast með á rauntíma og rýna eins hratt og þeir geta í niðurstöður og senda frá sér fréttatilkynningar, en segjast einnig vera tilbúnir að svara fyrirspurnum um stöðu máli.

Árni Finnsson kom í viðtal á Samstöðinni í morgun og sagði að niðurstöður COP28 skiptu sköpum í viðleitninni til að þrýsta á stjórnvöld að framfylgja skuldbindingum sínum í framhaldinu.


Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí