Ísland kemur sér undan því að styðja mannúðarvopnahlé á neyðarfundi

Í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna í dag sat Ísland hjá. Hvernig má það vera að þjóð sem eitt sinn var táknmynd friðar gangi nú á bak orða sinna?

Á samfélagssíðu samtakanna Ísland-Palestína segir um atkvæðagreiðsluna: Hver er hin „skýra“ stefna Katrínar Jakobsdóttur varðandi árásirnar á Gaza? Stefnan var hundsuð af nýja úrtanríkisráðherranum.

Katrín Jakopsdóttir forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að Ísland hefði skýra stefnu varðandi ástandið á Gaza og hefði sett fram kröfu um mannúðarvopnahlé á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna í dag.

Á töflu sem sýnir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar þá sést að Bjarni Benediktsson, hinn nýi utanríkisráðherra, hefur ekki fylgt þeirri stefnu sem Katrín sagði vera skýra. Samkvæmt fréttum frá Allsherjarþinginu þá sat íslenska sendinefndin hjá við atkvæðagreiðsluna um mannúðarvopnahlé.

Tillagan um mannúðarvopnahlé var samþykkt af 120 ríkjum, 14 greiddu atkvlæði gegn og 45 sátu hjá.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir m.a. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn.“

Og svo eru þetta skýrt áfram: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“

Eins og sjá má kortinu sem fylgir þessari frétt þá voru mörg lönd í okkar heimshluta sem greiddu atkvæði með tillögunni auk Noregs, svo sem Írland, Frakkland, Spánn og Portúgal, auk landa sem vanalega fylgja Bandaríkjunum og vesturlöndum að máli, svo sem Nýja Sjáland, Tyrkland og Singapore.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí