Bandaríski Öryggisráðsfulltrúinn rústar von um vopnahlé

Fulltrúar Brasilíu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna lögðu á miðvikudag fram drög að tilmælum um vopnahléssamning/griðarsamning í Ísrael-Hamas-deilunni sem svo er kölluð, um að dráp á saklausum borgurum stöðvist og koma megi nauðsynlegum hjálpargögnum til Gaza eins fljótt og auðið er.

Sendifulltrúar Bandaríkjanna kusu á móti tillögunni og Rússland og Bretland sátu hjá. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði að málið væri flókið og þörf á að skoða það í hörgul áður en ákvörðun væri tekin og eins yrði að virða rétt Ísraela til sjálfsvarnar.

Réttur Ísraels til sjálfsvarnar er víða til umræðu í heiminum núna og víst að ekki þykir hann vera eins sjálfsagður og bandaríska fulltrúanum, svo vægt sé til orða tekið. Saga yfirgangs Ísraela um lönd Palestínu er löng og blóðug að fásinna er að ræða um ríkið sem fórnarlamb sem á rétt til sjálfsvarnar.

Brasilíski sendifulltrúinn sagði að það hefði tekið á að komast að niðurstöðu um orðalag og innihald ályktunarinnar eða tilmælanna en eftir mikið japl jaml og fuður hefðu þau talið sig ná svo almennum og skynsamlegum markmiðum fram að ómögulegt væri annað en fallast á tilmælin, enda væri um neyðarástand að ræða og mannúðarkrísu. Engu að síður var drögunum hafnað og vopnahlés-sénsinn forsmáður. Sjá nánar um tilmælin á vef Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí