Fyrrum veðurfræðingur DR gagnrýnir fréttaflutninginn af loftslagsmálum harðlega

Jesper Theilgaard, veðurfræðingur og fyrrum veðurfréttamaður danska ríkisútvarpsins DR í rúmlega 25 ár, var í viðtali í spjallþættinum Deadline á DR nú í kvöld. Þar vandaði hann sínum gamla vinnustað ekki kveðjurnar þegar kemur að umfjöllun hans um loftslagsbreytingar.

Theilgaard er allt annað en sáttur við hvernig fjallað hefur verið um þær veðuröfgar sem heimurinn hefur horft uppá nú í sumar, hvort sem um er að ræða hitabylgjurnar, flóðin, eða aðrar. Hann gagnrýnir fréttaflutning DR harkalega fyrir að fjalla nánast einungis um afleiðingarnar á meðan að varla sé rædd ástæðan fyrir þessum náttúruhamförum. Að hans mati eru vandamálin ávallt rædd á einangraðan hátt, án þess að heildarsýn yfir krísuna og ástæðuna fyrir henni sé gefin.

Ennfremur segir hann að loftslagskrísan sé einfaldlega vandamál sem ekki er hægt að ræða nægilega mikið og kallar eftir vikulegum fréttaskýringaþætti á DR sem yrði alfarið helgaður þessu málefni og nýjustu vendingum í því. Segir hann að auðvelt væri að fylla 52 þætti um loftslagsmál á ári, en þegar kemur að þessari alvarlegustu krísu sem mannkynið stendur frammi fyrir, þá eru endalausar hliðar á því.

Ritstjóri fréttastofu DR, Thomas Falbe, varðist þessum ummælum Theilgaard með þeim orðum að DR hefur reynt að leggja áherslu á loftslagsmálin eftir fremsta megni á þessu ári.

Viðtalsþáttinn má sjá hér: Deadline: Svigter DR klimaet?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí