Glúmur grætur ekki hrun Sjálfstæðisflokksins: „Nú er komið að skuldadögum“

Glúmur Baldvinsson, fyrrverandi oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, segist ekki missa svefn þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei mælst verr í skoðanakönnunum en nú. Hann segist vona að nú sé þjóðin loksins búin að átta sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki vinur hennar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rétt rúmlega 16 prósent fylgi í nýrri könnun.

„Ég græt ekki hrun Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur grefur sér gröf og þjóðin virðist loks vera að fatta þessa hundrað ára staðreynd með hjálp Bjarna Ben,“ skrifar Glúmur á Facebook og heldur áfram:

„Sjálfstæðisflokkurinn var aldrei vinur ykkar fyrrum kæru kjósendur hans. Sjálfstæðisflokkurinn er vinur örfárra ríkra manna sem hagnast í skjóli hans. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fámennrar klíku sérhagsmuna sömu klíku. Bófaflokkur. En ekki flokkur hagsmuna almennings. Hann gengur og gekk aldrei stétt með stètt. Sérhagsmunir ofar almannahagsmunum. Klíkan ofar þjóðarhagsmunum.“

Hann segir að helstu leiðtogar flokksins síðustu hundrað ár hafi verið sendir í pólitíkt til að gæta hagsmuna fjölskyldu sinnar. „Ólafur Thors var sendur í pólitík til að passa uppá fyrirtæki pabba síns Kveldúlf. Bjarni Ben eldri var settur á þing til að passa uppá Engey. Geir Hallgrímsson var svo sendur til að passa uppá H.Ben, Skeljung og Ræsi og nú er Bjarni Ben yngri erindreki pabba síns og Engeyjar – og bankanna. Nú er komið að skuldadögum. Think about it.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí