„Hvað ætlum við að fórna mörgum stúlkum og konum í þessum aumingjagangi?“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari vakti mikla athygli árið 2021 þegar hún gagnrýndi forystu KSÍ harðlega í tengslum við kynferðisbrotamál sem voru þögguð niður. Svo harðlega raunar að það má fullyrða að grein hennar hafi orðið valdur þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Nú skrifar hún nýjan pistil sem hún birtir á Facebook en ætla má að tilefnið sé meðal annars mál Alberts Guðmundssonar landsliðsmanns, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot.

„Hvað ætlum við að leyfa mönnum að nauðga lengi? Veita þeim leyfi með þögn, meðvirkni, úrræðaleysi, hugleysi, skorti á forvörnum og fræðslu. Er ekki nokkuð öruggt að menn myndu nauðga minna ef þeir vissu að þeir þyrftu að taka afleiðingunum? Svo má spyrja hvort menn myndu nauðga minna ef þeir vissu og skildu afleiðingar kynferðisbrota á þolendur,“ segir Hanna Björg.

Hún veltir því fyrir sér hvort skortur á kynfræðslu valdi þessu meðal annars. „Vissulega ,,fatta“ ekki einhverjir sem nauðga – að þeir eru að fara yfir mörk, misbjóða og fara fram með yfirgangi. Lítill hluti og bera sömu ábyrgð. Af hverju þetta meðvitunarleysi karla (sem nauðga) á mörkum og siðuðum samskiptum? Strákar á kafi í klámi – já klárlega. Karlar og strákar sem upplifa sig í blindni að þeir hafa tilkall til yfirráða yfir líkömum kvenna – já örugglega og það afhjúpar ólíka stöðu kynjanna. Skortur á kynfræðslu? Að sjálfsögðu,“ segir Hanna Björg.

Hún segir annars margt í samfélaginu spila inn í, sem veldur því að ungum stúlkum er fórnað á þessu altari. „Það er svo margt í samfélaginu sem styður við og hampar nauðgunarmenningu – drusluskömmun, gerendameðvirkni, klámvæðing, kvenfyrirlitning, forherðing karlmennskunnar – svo dæmi séu tekin.

Hvað ætlum við að fórna mörgum stúlkum og konum í þessum aumingjagangi? Á ári, mánuði – viku?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí