Íbúi á Seltjarnarnesi uppgötvaði skyndilega að húsið hans var orðið að hóteli

Ferðaþjónusta 30. ágú 2023

Íbúi á Seltjarnarnesinu segir farir sínar ekki sléttar í færslu sem hann birtir innan Facebook-hóps íbúa á nesinu. Þannig er mál með vexti að hann uppgötvaði skyndilega að fjölbýlishúsið sem hann býr í var búið að breytast í hótel, með tilheyrandi ónæði. Vafalaust er þetta ekki eina dæmið um slíkt enda hafa margir í miðbænum, til að mynda, upplifað það sama á sínu skinni.

„Kæru Seltirningar. Getur einhver ykkar sagt mér hvað er til ráða? Ég bý á neðri hæð í fjögurra íbúða húsi þar sem er sameiginlegur inngangur fyrir íbúðir á 1. og 2. hæð. Eigandi íbúðarinnar fyrir ofan mig bjó til hótel úr íbúðinni sinni. Hann neitar að þetta sé í Airbnb-útleigu þó að ég hafi séð íbúðina auglýsta þar! ,“ segir maðurinn.

Líkt og gefur að skilja þá er talsvert ónæði sem fylgir því að búa á á hóteli. „Það er alltaf að koma nýtt fólk, ferðamenn, stundum 6-9 manns í eina íbúð með þremur svefnherbergjum sem veldur fjölskyldu minni miklum óþægindum. Lágmarkshljóðeinangrun er í húsinu enda eldra timburhús. Stöðugar næturkomur eða brottfarir ferðamanna halda fyrir okkur vöku um miðjar nætur hvað eftir annað, ásamt mörgu öðru ónæði sem af þessu stafar. Ég spyr ykkur hvort þetta megi, þ.e.a.s. ætti nágranni minn að biðja um samþykki mitt áður en hann opnar Airbnb gistiheimili? Veit einhver hvernig ég á að snúa mér í þessu? ,“ spyr þessi ráðþrota maður af Seltjarnarnesi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí