Írar, Austurríkismenn og Svisslendingar hafa lítinn áhuga á að ganga í Nató

Þrjú stærri lönd í okkar heimshluta eru utan Nató, Írland, Austurríki og Sviss. Og þrátt fyrir innrás rússneska hersins í Úkraínu, 2014 og aftur 2022, þá er ekki að sjá að almenningur í þessum löndum hafi áhuga á að breyta þessari tilhögun. Fólk upplifir sig öruggt utan Nató.

Þetta kemur kannski almenningi á Íslandi á óvart, en ætla má af fréttaflutningi og almennri umræðu að það gangi næst sjálfsmorði fyrir lönd að standa utan Nató. Það er alls ekki upplifun almennings í þessum löndum. Mikill meirihluti hans vill engu breyta.

Hlutleysisstefnan er inngróin inn í þjóðarsál Svisslendinga. Kannanir fyrir innrás Rússa 2022 sýndu 97% stuðning Svisslendinga við hlutleysi en ári eftir innrás mælist stuðningur við hlutleysisstefnuna um 91%. Áfallið er ekki meira en þetta.

Í könnun frá í vor sögðust 21% Austurríkismanna vilja að landið sækti um aðild að Nató, en 61% voru á móti og 19% skiluðu auðu. Ef aðeins eru tekin þau sem tóku afstöðu vilja 26% í Nató en 74% ekki.

Í sumar voru írar spurðir í könnun hvort þeir styddu óbreytta hlutleysisstefnu. 61% sögðust styðja hana en 26% vildu sjá breytingar. 13% gáfu ekki upp afstöðu. Ef við tökum aðeins þau sem tóku afstöðu vildu tæp 30% sjá breytingar á hlutleysisstefnunni en 70% ekki.

Og hvaða breytingar vildu þessi 30% sjá? 71% vildu sjá Íra tengjast hernaðaruppbyggingu Evrópusambandsins en 56% að Írar gengu í Nató. 56% af 30% eru tæplega 17%. Það er hlutfall Íra sem vilja í Nató.

Í könnun Maskínu fyrir ári sögðust um 70% Íslendinga vera jákvæð gagnvart veru landsins í Nató. Og í könnun Nató frá í sumar voru 75% landsmanna hlynnt aðild landsins að Nató. Af þessu má líklega draga þá ályktun að mikill meirihluti landsmanna styðji óbreytta stefnu í varnarmálum, hvort sem landið er í eða utan Nató. Það er ekki mikil leiðbeining um hvor kosturinn sé betri.

Myndin er að Írum að fagna degi heilags Patreks í Dublin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí