Skip kínversku landhelgisgæslunnar notaði vatnsþrýstibyssu á birgðaflutningaskip Filippseyja um helgina, laugardag. Skip Filippseyja var að fara með birgðar til landgönguliða í her landsins á Spratly eyjum, en Fillipseyjar eru þar með herstöð.
Þetta hefur orðið til að auka enn frekar spennuna á svæði sem lengi hefur verið vægast sagt spennuþrungið, en Filippseyjar vilja meina að svæðið þar sem kínverska landhelgisgæslan greip til þessara aðgerða sé hluti af yfirráðasvæði þeirra, á meðan að Kínverjar eru á allt öðru máli.
Alþjóðasamfélagið hefur flest allt fordæmt þennan verknað Kínverja harðlega í dag.
Matthew Miller, talsmaður bandaríska varnamálaráðuneytins, gaf í gær út harðorða yfirlýsingu frá Washington þar sem hann sagði að samkvæmt varnarsattmála Bandaríkjanna við Filippseyjar frá 1952, þá myndi kínversk hernaðarárás á skip Filippseyja – hvort sem um væri að ræða herskip eða annað – jafngilda árás á Bandaríkin sjálf og myndu þau bregðast við í samræmi við það. Bandaríkin líta þó ekki á notkun vatnsdæla sem hernaðarárás – eitthvað sem gera má ráð fyrir að Kínverjar séu fullmeðvitaðir um.
Ástralía, Þýskaland, Japan og Kanada hafa einnig bæst við löndin sem fordæma þennan verknað kínversku landhelgisgæslunnar.